Nýtt upphaf hjá Vinstri grænum Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 27. september 2024 13:31 Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun