Emilía Kiær skoraði og Glódís Perla sá rautt í öruggum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 14:31 Emilía Kiær getur ekki hætt að skora. Nordsjælland Framherjinn Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði annað marka Nordsjælland í góðum sigri í efstu deild kvenna í Danmörku. Þá fékk Glódís Perla Viggósdóttir tvö gul spjöld og þar með rautt þegar Bayern München vann öruggan 4-0 sigur á Werder Bremen. Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar. Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar.
Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira