Ísraelsher ræðst inn í Líbanon Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2024 23:28 Ísraelar hafa sent hermenn sína inn í Líbanon en loftárásir Ísraelshers hafa dunið á landinu undanfarnar tvær vikur. AP Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem Ísraelsher staðfestir innrásina. בהתאם להחלטת הדרג המדיני, צה״ל החל לפני מספר שעות בפעולה קרקעית ממוקדת ומתוחמת במרחב דרום לבנון נגד יעדי ותשתיות טרור של ארגון הטרור חיזבאללה, במספר כפרים סמוכים לגבול, מהם נשקף איום מיידי וממשי ליישובים ישראלים בגבול הצפון>>— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) September 30, 2024 Innrás hersins hefur vofað yfir í allan dag og virðist nú vera hafin. Umfang árásarinnar er þó ekki enn alveg vitað og mun sennilega byggjast á áhlaupum sem þessum frekar en allsherjarinnrás. Vafalaust mun herinn mæta töluverðrir andspyrnu því þrátt fyrir að Ísraelum hafi tekist að fella fjölda leiðtoga Hezbollah þá búa samtökin yfir tugum þúsunda vopnaðra hermanna. Gríðarlegur fjöldi fallið í loftárásum Ísraelsher hóf loftárásir á sunnanverða Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrr í kvöld. Íbúar þriggja hverfa í borginni voru beðnir að yfirgefa heimili sín og hófust loftárásirnar í kjölfarið. Fleiri en þúsund manns hafa látist í loftárásum Ísraela á Líbanon á undanförnum tveimur vikum og segja yfirvöld þar í landi að hátt í milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín. AP fréttaveitan segir að á undanförnum tíu dögum hafi Ísraelar fellt Nasrallah og að minnsta kosti sex af öðrum leiðtogum Hezbollah á þessu tímabili. Ísrael Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. 30. september 2024 13:02 Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. 29. september 2024 23:00 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem Ísraelsher staðfestir innrásina. בהתאם להחלטת הדרג המדיני, צה״ל החל לפני מספר שעות בפעולה קרקעית ממוקדת ומתוחמת במרחב דרום לבנון נגד יעדי ותשתיות טרור של ארגון הטרור חיזבאללה, במספר כפרים סמוכים לגבול, מהם נשקף איום מיידי וממשי ליישובים ישראלים בגבול הצפון>>— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) September 30, 2024 Innrás hersins hefur vofað yfir í allan dag og virðist nú vera hafin. Umfang árásarinnar er þó ekki enn alveg vitað og mun sennilega byggjast á áhlaupum sem þessum frekar en allsherjarinnrás. Vafalaust mun herinn mæta töluverðrir andspyrnu því þrátt fyrir að Ísraelum hafi tekist að fella fjölda leiðtoga Hezbollah þá búa samtökin yfir tugum þúsunda vopnaðra hermanna. Gríðarlegur fjöldi fallið í loftárásum Ísraelsher hóf loftárásir á sunnanverða Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrr í kvöld. Íbúar þriggja hverfa í borginni voru beðnir að yfirgefa heimili sín og hófust loftárásirnar í kjölfarið. Fleiri en þúsund manns hafa látist í loftárásum Ísraela á Líbanon á undanförnum tveimur vikum og segja yfirvöld þar í landi að hátt í milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín. AP fréttaveitan segir að á undanförnum tíu dögum hafi Ísraelar fellt Nasrallah og að minnsta kosti sex af öðrum leiðtogum Hezbollah á þessu tímabili.
Ísrael Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. 30. september 2024 13:02 Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. 29. september 2024 23:00 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. 30. september 2024 13:02
Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. 29. september 2024 23:00
Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52