Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2024 12:31 „Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun