Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar 2. október 2024 07:32 Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun