Indó lækkar líka vexti Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 15:30 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka. Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.” Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.”
Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira