„Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2024 16:41 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag Vísir/Viktor Freyr Arnarson Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. „Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
„Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira