Kostir gamaldags samræmdra prófa Pawel Bartoszek skrifar 6. október 2024 14:31 Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla- og menntamál Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun