Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 8. október 2024 10:00 Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar