Vandaverk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. október 2024 10:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu. FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga
FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti