Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 8. október 2024 12:31 Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar