Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 09:55 David Baker, Demis Hassabis og John. M Jumper eru Nóbelsverðlaunahafar í efnafræði árið 2024. Sænska vísindaakademían Þrír vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40