Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2024 21:03 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG segja ekkert til í kenningum Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Vísir Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. Landsfundur Vinstri grænna lýsti því yfir um helgina að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kallaði eftir þingkosningum í vor, en ekki haust þegar kjörtímabilið klárarst. Þingflokksformaður Framsóknar hefur tekið undir þetta. Þingmaður Samfylkingar varpaði fram kenningu í gær hvað það er sem veldur að ríkisstjórnin ætli að tóra út kjörtímabilið: „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðu um störf þingsins í gær. Myndu tapa tugum milljóna Í lögum er kveðið á um árlega úthlutun úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. VG fékk úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári og imiðast fjárhæðin við 12,6 prósenta fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5 til 4 prósenta fylgi og fengi þannig tæpar 25 milljónir ef gengið yrði til kosninga í dag. Mest fær Sjálfstæðisflokkurinn - 158 milljónir - og Framsókn 115 milljónir. Ljóst er að framlögin myndu lækka töluvert ef litið er á núverandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup með 14 prósenta fylgi og fengi 87 milljónir. Framsókn mælist nú með sex prósenta fylgi og fengi 37 milljónir. „Til að svara þessari spurningunni og þessum ásökunum eða samsæriskenningu öllu heldur, þá hafna ég henni alfarið. Ég get fullyrt að það hefur aldrei verið rætt á þennan hátt innan Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessi umræða sýnir fram á hversu vond þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka er. Framlög til stjórnmálaflokka hafa margfaldast og þetta sýnir að er ekki mjög farsæl þróun. Við í Sjálfstæðisflokknum erum á móti þessu, Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram frumvarp þar sem þessir styrkir eru lækkaðir.“ „Augljóst“ hvað haldi ríkisstjórninni saman Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG vísar orðum Jóhanns Páls alfarið á bug. „Það gerði minn formaður, nýkjörinn, í öðru fjölmiðlaviðtali fyrir einhverju síðan. Ég er algjörlega sammála henni. Þetta finnst mér algjörlega fáránleg röksemdafærsla.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði í Morgunblaðið í morgun að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi stjórnarsamstarf við VG. „Ég er alla jafna sammála mínum góða vini Óla Birni, hann er einhvers konar samviska í flokknum. Ég held að við séum sammála um að þetta snýst um: Náum við hér að klára mál eða ekki?“ segir Hildur. „Skrif Óla Björns Kárasonar félaga míns koma mér ekkert á óvart. Þetta er sami tónn og ég hef lesið eftir hann á undanförnum misserum,“ segir Orri. Hvað er það sem heldur ríkisstjórninni saman? „Það er alveg augljóst finnst mér og af svörum forystumanna flokkanna. Það eru ærin verkefni fram undan. Hér er stjórnarsáttmáli í gangi. Hér er þingmálaskrá. Hér eru verkefni sem blasa við öllum í samfélaginu sem lúta að því að ráða niðurlögum vaxta og verðbólgu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05 Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna lýsti því yfir um helgina að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kallaði eftir þingkosningum í vor, en ekki haust þegar kjörtímabilið klárarst. Þingflokksformaður Framsóknar hefur tekið undir þetta. Þingmaður Samfylkingar varpaði fram kenningu í gær hvað það er sem veldur að ríkisstjórnin ætli að tóra út kjörtímabilið: „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðu um störf þingsins í gær. Myndu tapa tugum milljóna Í lögum er kveðið á um árlega úthlutun úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. VG fékk úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári og imiðast fjárhæðin við 12,6 prósenta fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5 til 4 prósenta fylgi og fengi þannig tæpar 25 milljónir ef gengið yrði til kosninga í dag. Mest fær Sjálfstæðisflokkurinn - 158 milljónir - og Framsókn 115 milljónir. Ljóst er að framlögin myndu lækka töluvert ef litið er á núverandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup með 14 prósenta fylgi og fengi 87 milljónir. Framsókn mælist nú með sex prósenta fylgi og fengi 37 milljónir. „Til að svara þessari spurningunni og þessum ásökunum eða samsæriskenningu öllu heldur, þá hafna ég henni alfarið. Ég get fullyrt að það hefur aldrei verið rætt á þennan hátt innan Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessi umræða sýnir fram á hversu vond þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka er. Framlög til stjórnmálaflokka hafa margfaldast og þetta sýnir að er ekki mjög farsæl þróun. Við í Sjálfstæðisflokknum erum á móti þessu, Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram frumvarp þar sem þessir styrkir eru lækkaðir.“ „Augljóst“ hvað haldi ríkisstjórninni saman Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG vísar orðum Jóhanns Páls alfarið á bug. „Það gerði minn formaður, nýkjörinn, í öðru fjölmiðlaviðtali fyrir einhverju síðan. Ég er algjörlega sammála henni. Þetta finnst mér algjörlega fáránleg röksemdafærsla.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði í Morgunblaðið í morgun að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi stjórnarsamstarf við VG. „Ég er alla jafna sammála mínum góða vini Óla Birni, hann er einhvers konar samviska í flokknum. Ég held að við séum sammála um að þetta snýst um: Náum við hér að klára mál eða ekki?“ segir Hildur. „Skrif Óla Björns Kárasonar félaga míns koma mér ekkert á óvart. Þetta er sami tónn og ég hef lesið eftir hann á undanförnum misserum,“ segir Orri. Hvað er það sem heldur ríkisstjórninni saman? „Það er alveg augljóst finnst mér og af svörum forystumanna flokkanna. Það eru ærin verkefni fram undan. Hér er stjórnarsáttmáli í gangi. Hér er þingmálaskrá. Hér eru verkefni sem blasa við öllum í samfélaginu sem lúta að því að ráða niðurlögum vaxta og verðbólgu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05 Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05
Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20