Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 09:05 Eftirlifendur kjarnorkusprengnanna halda uppi borða með hvatningu um afkjarnavopnun við sendiráð Bandaríkjanna í Tókýó þegar Barack Obama var þar í heimsókn árið 2009. Vísir/EPA Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira