Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson skrifar 11. október 2024 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar