Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 13. október 2024 16:57 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart. „Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira