Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 14. október 2024 07:02 Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun