Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 09:02 Pavel Ermolinskij þekkir Krókinn vel eftir að hafa þjálfað Tindastólsliðið og gert það að Íslandsmeisturum. Vísir/Diego Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Stólarnir hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Leikirnir voru báðir á móti nýliðum í deildinni. Tindastólsliðið tapaði á móti KR á heimavelli en vann síðan ÍR eftir slaka byrjun í þeim leik. Benedikt Guðmundsson, nýr þjálfari Tindastóls, var alls ekki sáttur í viðtali eftir leik og þá helst með það hvernig hans menn komu inn í leikinn í Breiðholtinu. „Ég held að Stólarnir þurfi að fara í leik þar sem þeir eiga ekki að vinna. Þar sem þeir skynja það að þeir þurfi að vera ‚on' frá fyrstu mínútu ,“ sagði Helgi Már. Þetta er enginn heimsendir „Þeir þurfa að passa sig á því að það verði ekki eitthvað neikvætt umtal um liðið. Þetta eru tveir fyrstu leikirnir, þeir eru einn og einn og þetta er enginn heimsendir. Kannski aðeins að reyna að tempra það umræðuefni en Pavel þú þekkir Skagafjörðinn betur en ég,“ sagði Helgi. „Þú vilt skapa eitthvað jákvætt mómentum með liðinu og mér finnst talið í kringum þá eftir þessa fyrstu tvo leiki vera svo þungt. Ég veit að þeir eru ekki búnir að spila fullkomlega en mér finnst allt umtal í kringum þá vera svo neikvætt,“ sagði Helgi og Pavel tók orðið. Eins og hvert annað verkefni „Ég held að við séum allir sammála um það hvað við teljum að Tindastól skorti sem er smá ákefð, barátta, orka og allt þetta. Fyrir mér er það bara eins og hvert annað verkefni. Fyrir mér er það eins og sóknarleikur hjá Álftanesi, vörn hjá Keflavík og við gætum haldið áfram línuna því það eru verkefni út um allt. Þetta er bara verkefni fyrir Tindastól,“ sagði Pavel Ermolinskij. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Það eru tveir leikir búnir og ég hitti tvo Skagfirðinga fyrir tilviljun um helgina sem eru að tala eins og liðið er að tala: Þetta var ekki nógu gott. Við unnum en það þarf að bæta þetta en við ætlum að gera betur,“ sagði Pavel. Miklu stærra en þetta körfuboltalið „Ég veit mjög vel og hef margoft sagt það að Tindastóll er svo miklu stærra en þetta körfuboltalið. Þetta er risastórt fyrirtæki sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru að reka. Þetta er mjög stórt batterí og þú þarft að hafa alla með þér eða reyna það,“ sagði Pavel. „Þið unnuð leikinn. Takið það jákvæða og horfið síðan á þetta sem verkefni sem þarf að leysa eins og öll önnur lið. Pössum okkur á því að detta ekki strax í einhverjar væntingar og vonir og þessa neikvæðu umræðu sem við erum svolítið að finna fyrir,“ sagði Pavel. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pavel og Helgi Már ræða byrjun Tindastóls
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira