Hinn 26 ára gamli Lonzo var með mest spennandi nýliðum NBA-deildarinnar í körfubolta þegar Los Angeles Lakers fékk hann í sínar raðir sumarið 2017. Þar var hann í tvö ár áður en honum var skipt til New Orleans Pelicans svo Lakers gæti fengið Anthony Davis.
Árið 2021 fór hann til Bulls en segja má að dvöl hans þar hafi verið allt annað en gleðiefni þar sem hann hefur verið að glíma við gríðarlega erfið meiðsli á hné.
Nú hefur verið greint frá því að Lonzo muni taka þátt í æfingaleik liðsins gegn Minnesota Timberwolves á miðvikudaginn kemur. Verður það hans fyrsti leikur í nærri þrjú ár.
Lonzo fór í aðgerð sem fól í sér að skipt var um brjósk í hné hans og virðist loks sjá fyrir endann á þessum langvarandi meiðslum.
After missing two straight NBA seasons, Chicago’s Lonzo Ball is expected to make return to basketball on Wednesday vs. Minnesota, sources told ESPN. A major comeback from cartilage transplant surgery for Ball, who last played Jan. 14, 2022. pic.twitter.com/tuJCF4GYQW
— Shams Charania (@ShamsCharania) October 14, 2024
Tímabilið í NBA-deildinni hefst þann 23. október næstkomandi. Ríkjandi meistarar Boston Celtics mæta þá New York Knicks. Síðar sömu nótt mætast Minnesota Timberwolves og Los Angeles Lakers.