Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir, Drífa Guðmundsdóttir og Kolbeinn Ari Hauksson skrifa 15. október 2024 13:30 Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ágæti borgarstjóri Einar Þorsteinsson. Eins og þér ætti að vera kunnugt þá vinna kennarar undir talsverðu álagi – það er eðli starfsins. Kennarastarfið hefur tekið þó nokkrum breytingum. Þú ættir að þekkja starfið og kröfur þess, sem okkar æðsti yfirmaður. Við trúðum því að þú stæðir með okkur og skildir og þekktir störf okkar. Það tók því nokkuð á að hlusta á orðræðu þína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Okkur langar því að útskýra hvað starfið gengur út á: Við störfum í „skóla fyrir alla“. Vellíðan nemenda er í fyrsta sæti hjá kennurum - ef nám á að fara fram þá verður nemendum að líða vel. Að þessu vinnum við markvisst á hverjum degi. Við vinnum gegn hatursfullri orðræðu, einelti og ofbeldi. Við reynum að leiðbeina börnunum, hvað varðar snjalltækjanotkun og um góð samskipti. Við sættum okkur ekki við að nokkrum einasta nemanda líði illa. Aðgengi foreldra að kennurum hefur stóraukist og eðlilega eru kröfur þeirra í okkar garð miklar. Við eigum í daglegum samskiptum við marga foreldra. Veitum hverjum og einum nemanda persónulega þjónustu. Við reynum að taka tillit til allra og skiljum engan eftir. Okkur er umhugað um börnin og leggjum rækt við velferð þeirra. Okkur þykir vænt um starfið okkar og vonum að það endurspeglist í líðan nemendanna. Kennarar eiga að baki 5 ára háskólanám, þar sem þeir sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Við útbúum námsefni í mörgum útfærslum sem eiga að henta hverjum nemanda. Hver kennari sinnir um 200 nemendum. Í Hagaskóla eru oft bekkir með hátt í 30 nemendum og þar eru margir með sérstakar þarfir og aðrir með annað móðurmál en íslensku. Vissir þú að 15% nemenda á Íslandi eiga báða foreldra með annað tungumál en íslensku? Þú minnist á aukinn undirbúningstíma. Við kennum á unglingastigi og könnumst ekki við þennan aukna tíma sem þú talar um. Undirbúningstími er fyrst og fremst ætlaður fyrir kennslu, yfirferð verkefna og upplýsingaöflun. Þessi afmarkaði tími fer oft í fundarhöld vegna nemendamála sem og innleiðingu ýmissa breytinga. Það gefur því auga leið að kennarar eyða ófáum kvöldum og helgum í yfirferð og undirbúning sem hefði átt að eiga sér stað á skilgreindum vinnutíma. Vissir þú Einar að við í Hagaskóla, eins og svo ótal margir í skólum borgarinnar, höfum verið á hrakhólum í nokkur ár vegna myglu og skorts á viðhaldi húsnæðis? Við höfum kennt í kirkjukjallara, ónýtu hóteli, bíósölum, frístundaheimili, skrifstofuhúsnæði, í skóla í Grafarvogi, í íþróttahúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Allt til að geta verið til staðar fyrir nemendur okkar. Við vonum innilega að þetta veiti þér örlitla innsýn inn í okkar veruleika og skilning á starfinu okkar. Einfaldast væri Einar að þú kæmir bara að kenna! Höfundar eru kennarar í Hagaskóla. Greinin er skrifuð fyrir hönd allra kennara í skólanum.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun