Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana Guðni Freyr Öfjörð skrifar 15. október 2024 15:00 Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til þeirra vil ég segja: Þökk sé EES-samningnum og Schengen-samstarfinu hefur velferð og efnahagur Íslands blómstrað frá því að við gerðum þessa samninga. Einnig, hvaða hagsmuni eruð þið að reyna að vernda? Allavega ekki hagsmuni þjóðarinnar. Fortíðarþráhyggja þessara manna er algjör og skín í gegn. Efnahagslegir ávinningar og áhrif á fyrirtæki og neytendur EES-samningurinn hefur haft fjölmarga jákvæða þætti í för með sér fyrir Ísland. Með samningnum hefur landið fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins sem hefur skapað mikla möguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Fyrirtæki eins og Marel og Össur hafa vaxið og dafnað vegna þessa aðgangs. Árlegur efnahagslegur ávinningur er áætlaður um 52 milljarðar króna, sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Aukinn innflutningur og samkeppni frá erlendum fyrirtækjum hefur stuðlað að lægra vöruverði og fjölbreyttara vöruúrvali fyrir neytendur, sem bætir lífsgæði almennings. Frjáls verslun með vörur og þjónustu innan EES hefur opnað stóran markað með yfir 500 milljón neytendum og aukið útflutning og tekjur. Innleiðing evrópskra reglugerða hefur einfaldað viðskipti og dregið úr einangrun, sem gerir íslenskt efnahagslíf sveigjanlegra gagnvart utanaðkomandi áföllum. Áhrif á heilbrigðis- og velferðarkerfið ásamt félagslegum þáttum Samningurinn hefur gert öryrkjum og ellilífeyrisþegum kleift að nýta sér heilbrigðis- og velferðarþjónustu í öðrum löndum innan EES-svæðisins í gegnum evrópska sjúkratryggingakerfið. Þetta þýðir að þeir hafa meira aðgengi að sérhæfðri þjónustu, sem oft getur verið takmörkuð hér heima. Þeir geta einnig búið í öðrum Evrópulöndum og fengið þar full réttindi án þess að missa þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér á Íslandi. Með öðrum orðum, án EES-samningsins gætu öryrkjar og ellilífeyrisþegar ekki fengið bætur frá Íslandi. Nemendur hafa einnig fengið ýmis tækifæri með samningnum. Hann hefur opnað dyr fyrir þá til að taka þátt í Erasmus+ og öðrum menntaáætlunum, sem gerir þeim kleift að fara í nám, starfsnám og starfsþjálfun í Evrópu. Þetta eykur ekki bara menntun þeirra, heldur bætir tungumálakunnáttu og eykur menningarlega reynslu. EES-samningurinn auðveldar einnig námsaðstoð fyrir þá sem hafa sérþarfir, sem skapar jafnan aðgang að námi í Evrópu. EES-samningurinn tryggir frjálsa för fólks milli aðildarríkja, sem auðveldar íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum að sækja sér nám og störf erlendis, auk þess sem samningurinn laðar erlenda heilbrigðisstarfsmenn til landsins. Þetta hefur leitt til aukinnar fagþekkingar og betri þjónustu fyrir landsmenn. Ísland tekur einnig þátt í evrópskum rannsóknum og samstarfsverkefnum á sviði heilbrigðis og velferðar, sem eykur möguleika á nýsköpun og þróun nýrra meðferða. Fjölbreytni í verslun og þjónustu Samningurinn hefur gert fjölmörgum erlendum verslunum kleift að koma inn á íslenskan markað, eins og Costco og Nettó, og þar með aukið aðgengi að vörum frá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta hefur leitt til lægra vöruverðs og fjölbreyttari vörulista í íslenskum verslunum. EES samningurinn veitir líka aðgang að mörgum erlendum netverslunum. Spurningar til gagnrýnenda EES-samningsins Það er mikilvægt að átta sig á því að verslanir eins og Costco, Prís og allar verslanir Samkaupa væru ekki til staðar á Íslandi án EES-samningsins. Hann hefur áhrif á nánast öll fyrirtæki í landinu, birgja, heildsala, heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur, Anton Sveinn, Jón Gunnarsson og aðrir í Miðflokknum: Viljið þið að þúsundir Íslendinga missi réttindi sín, bæði hér og erlendis? Er það ykkar vilji að verslanir á borð við Bónus, Krónuna, Nettó, Prís, Costco, Hagkaup og fleiri neyðist til að loka eða hætti að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval? Viljið þið takmarka aðgang Íslendinga að símtækjum, raftækjum, tölvum, bílum, varahlutum, hjólum, rafmagnshlaupahjólum, fatnaði, snyrtivörum, hreingerningarvörum og matvörum? Viljið þið svipta Íslendinga sem búa erlendis réttindum sínum, eins og örorkubótum og ellilífeyri, og hindra möguleika þeirra sem stunda nám í Evrópu? Viljið þið svipta landsmenn aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Og hvað með heilbrigðiskerfið? Hvernig ætlið þið að tryggja okkur heilbrigðisþjónustu ef við missum helming starfsfólks úr landi? Viljið þið skapa skort á læknisvörum? Eða að þúsundir iðnaðarmanna, verktaka og fólks sem byggir upp innviði hér á landi missi vinnuna? EES-samningurinn er ekki bara mikilvægur; hann er lífsnauðsyn. Þetta er ekkert nýtt fyrir popúlista; þeir hafa tilhneigingu til að vekja ótta almennings með hræðsluáróðri og ógnarstjórnmálum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfa framtíðarsýn með viðeigandi lausnum grípa þeir til einfaldra lausna á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki og veikja stöðu þjóða. Popúlisminn er auðþekkjanlegur, ekki aðeins fyrir hræðsluáróðurinn, heldur einnig vegna þess hvernig hann einblínir á einföldun. Með því að einfalda raunveruleikann svo mikið að hann verður óraunsær, með því að koma með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki. Það er grundvallaratriði að láta ekki blekkjast af þessum gömlu brögðum popúlistanna. Við þurfum að standa vörð um EES-samninginn og önnur mikilvæg málefni sem hafa reynst Íslandi vel. Popúlískir stjórnmálamenn hafa einnig reynst vera snjallir í því að fá kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með því að koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem ekki standast raunveruleikann Við verðum að standa vörð um hluti sem tryggja velferð okkar og framtíð. Látum ekki popúlíska stjórnmálamenn draga okkur aftur í fornaldir. Niðurstaða EES-samningurinn hefur verið Íslandi til mikilla hagsbóta á mörgum sviðum. Hann hefur stutt við efnahagslegan vöxt, aukið möguleika fyrirtækja, bætt aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og auðveldað neytendum aðgengi að fjölbreyttari vörum og þjónustu. EES-samningurinn er ein af ástæðum þess að Ísland er eitt ríkasta land í Evrópu. Að íhuga að endurskoða eða hætta við þennan samning er skref aftur á bak sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir velferð, fyrirtæki, neytendur og efnahag Íslands. Áframhaldandi alþjóðasamstarf er lykilatriði fyrir íslensku þjóðina til að missa ekki niður þá velferð sem við höfum haft svo mikið fyrir að byggja upp. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Guðni Freyr Öfjörð Verslun Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til þeirra vil ég segja: Þökk sé EES-samningnum og Schengen-samstarfinu hefur velferð og efnahagur Íslands blómstrað frá því að við gerðum þessa samninga. Einnig, hvaða hagsmuni eruð þið að reyna að vernda? Allavega ekki hagsmuni þjóðarinnar. Fortíðarþráhyggja þessara manna er algjör og skín í gegn. Efnahagslegir ávinningar og áhrif á fyrirtæki og neytendur EES-samningurinn hefur haft fjölmarga jákvæða þætti í för með sér fyrir Ísland. Með samningnum hefur landið fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins sem hefur skapað mikla möguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Fyrirtæki eins og Marel og Össur hafa vaxið og dafnað vegna þessa aðgangs. Árlegur efnahagslegur ávinningur er áætlaður um 52 milljarðar króna, sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Aukinn innflutningur og samkeppni frá erlendum fyrirtækjum hefur stuðlað að lægra vöruverði og fjölbreyttara vöruúrvali fyrir neytendur, sem bætir lífsgæði almennings. Frjáls verslun með vörur og þjónustu innan EES hefur opnað stóran markað með yfir 500 milljón neytendum og aukið útflutning og tekjur. Innleiðing evrópskra reglugerða hefur einfaldað viðskipti og dregið úr einangrun, sem gerir íslenskt efnahagslíf sveigjanlegra gagnvart utanaðkomandi áföllum. Áhrif á heilbrigðis- og velferðarkerfið ásamt félagslegum þáttum Samningurinn hefur gert öryrkjum og ellilífeyrisþegum kleift að nýta sér heilbrigðis- og velferðarþjónustu í öðrum löndum innan EES-svæðisins í gegnum evrópska sjúkratryggingakerfið. Þetta þýðir að þeir hafa meira aðgengi að sérhæfðri þjónustu, sem oft getur verið takmörkuð hér heima. Þeir geta einnig búið í öðrum Evrópulöndum og fengið þar full réttindi án þess að missa þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér á Íslandi. Með öðrum orðum, án EES-samningsins gætu öryrkjar og ellilífeyrisþegar ekki fengið bætur frá Íslandi. Nemendur hafa einnig fengið ýmis tækifæri með samningnum. Hann hefur opnað dyr fyrir þá til að taka þátt í Erasmus+ og öðrum menntaáætlunum, sem gerir þeim kleift að fara í nám, starfsnám og starfsþjálfun í Evrópu. Þetta eykur ekki bara menntun þeirra, heldur bætir tungumálakunnáttu og eykur menningarlega reynslu. EES-samningurinn auðveldar einnig námsaðstoð fyrir þá sem hafa sérþarfir, sem skapar jafnan aðgang að námi í Evrópu. EES-samningurinn tryggir frjálsa för fólks milli aðildarríkja, sem auðveldar íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum að sækja sér nám og störf erlendis, auk þess sem samningurinn laðar erlenda heilbrigðisstarfsmenn til landsins. Þetta hefur leitt til aukinnar fagþekkingar og betri þjónustu fyrir landsmenn. Ísland tekur einnig þátt í evrópskum rannsóknum og samstarfsverkefnum á sviði heilbrigðis og velferðar, sem eykur möguleika á nýsköpun og þróun nýrra meðferða. Fjölbreytni í verslun og þjónustu Samningurinn hefur gert fjölmörgum erlendum verslunum kleift að koma inn á íslenskan markað, eins og Costco og Nettó, og þar með aukið aðgengi að vörum frá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta hefur leitt til lægra vöruverðs og fjölbreyttari vörulista í íslenskum verslunum. EES samningurinn veitir líka aðgang að mörgum erlendum netverslunum. Spurningar til gagnrýnenda EES-samningsins Það er mikilvægt að átta sig á því að verslanir eins og Costco, Prís og allar verslanir Samkaupa væru ekki til staðar á Íslandi án EES-samningsins. Hann hefur áhrif á nánast öll fyrirtæki í landinu, birgja, heildsala, heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur, Anton Sveinn, Jón Gunnarsson og aðrir í Miðflokknum: Viljið þið að þúsundir Íslendinga missi réttindi sín, bæði hér og erlendis? Er það ykkar vilji að verslanir á borð við Bónus, Krónuna, Nettó, Prís, Costco, Hagkaup og fleiri neyðist til að loka eða hætti að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval? Viljið þið takmarka aðgang Íslendinga að símtækjum, raftækjum, tölvum, bílum, varahlutum, hjólum, rafmagnshlaupahjólum, fatnaði, snyrtivörum, hreingerningarvörum og matvörum? Viljið þið svipta Íslendinga sem búa erlendis réttindum sínum, eins og örorkubótum og ellilífeyri, og hindra möguleika þeirra sem stunda nám í Evrópu? Viljið þið svipta landsmenn aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Og hvað með heilbrigðiskerfið? Hvernig ætlið þið að tryggja okkur heilbrigðisþjónustu ef við missum helming starfsfólks úr landi? Viljið þið skapa skort á læknisvörum? Eða að þúsundir iðnaðarmanna, verktaka og fólks sem byggir upp innviði hér á landi missi vinnuna? EES-samningurinn er ekki bara mikilvægur; hann er lífsnauðsyn. Þetta er ekkert nýtt fyrir popúlista; þeir hafa tilhneigingu til að vekja ótta almennings með hræðsluáróðri og ógnarstjórnmálum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfa framtíðarsýn með viðeigandi lausnum grípa þeir til einfaldra lausna á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki og veikja stöðu þjóða. Popúlisminn er auðþekkjanlegur, ekki aðeins fyrir hræðsluáróðurinn, heldur einnig vegna þess hvernig hann einblínir á einföldun. Með því að einfalda raunveruleikann svo mikið að hann verður óraunsær, með því að koma með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki. Það er grundvallaratriði að láta ekki blekkjast af þessum gömlu brögðum popúlistanna. Við þurfum að standa vörð um EES-samninginn og önnur mikilvæg málefni sem hafa reynst Íslandi vel. Popúlískir stjórnmálamenn hafa einnig reynst vera snjallir í því að fá kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með því að koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem ekki standast raunveruleikann Við verðum að standa vörð um hluti sem tryggja velferð okkar og framtíð. Látum ekki popúlíska stjórnmálamenn draga okkur aftur í fornaldir. Niðurstaða EES-samningurinn hefur verið Íslandi til mikilla hagsbóta á mörgum sviðum. Hann hefur stutt við efnahagslegan vöxt, aukið möguleika fyrirtækja, bætt aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og auðveldað neytendum aðgengi að fjölbreyttari vörum og þjónustu. EES-samningurinn er ein af ástæðum þess að Ísland er eitt ríkasta land í Evrópu. Að íhuga að endurskoða eða hætta við þennan samning er skref aftur á bak sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir velferð, fyrirtæki, neytendur og efnahag Íslands. Áframhaldandi alþjóðasamstarf er lykilatriði fyrir íslensku þjóðina til að missa ekki niður þá velferð sem við höfum haft svo mikið fyrir að byggja upp. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar