Skora á Alþingi að axla ábyrgð og greiða fyrir nýrri Ölfusárbrú Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 07:07 Nefndin segir umferðartafir við gömlu brúna ógna öryggi. Vísir/Vilhelm Héraðsnefnd Árnesinga skorar á Alþingi að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar nýrrar brúar yfir Ölfusá. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“ Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“
Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira