Dagur í grunnskóla Hulda María Magnúsdóttir skrifar 17. október 2024 15:33 Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Tengdar fréttir Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32 Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona.
Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun