Hið rándýra bil milli borgar og byggðar - lygileg sjúkrasaga úr sveitinni Jakob Frímann Magnússon skrifar 18. október 2024 20:02 Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Heilbrigðismál Norðurþing Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun