Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 10:31 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur og getur það meira segja í leikjum sem lið hans er með yfirburði. vísir / anton brink Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira