Þarf háskólamenntað fólk til að kenna litlum börnum? Aldís Björk Óskarsdóttir skrifar 19. október 2024 20:32 Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar