Körfuboltakvöld: Áhyggjur af Álftanesi Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2024 06:01 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, á ekki sjö dagana sæla þessa dagana vísir/Hulda Margrét Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins. Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira