Er Stuðlar bara köld kjöt geymsla? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 22. október 2024 10:16 Það er þyngra en tárum taki Ég fékk sting í hjartað þegar ég horfði á Kveik, þátt um Stuðla. Að horfa á þessa ungu einstaklinga sem eru að berjast fyrir lífi sínu í ónýtu kerfi er óboðlegt. Það er engu líkara en að kerfinu sé skítt sama um skítugu börnin hennar Evu. Því miður fengu mörg hver þessa einstakling ekki góð spil á hendi. Það er sorglegt að sjá það sé ekkert langtíma meðferðarheimili eftir sem tekur við drengjum sem eru að burðast með sínar raskanir og áföll án hjálpar. Ofbeldi í samfélaginu er á uppleið, og það má heimfæra á Mennta- og barnamálaráðuneytið. Það ríkir algjört agaleysi þegar það kemur að leik- og grunnskólum landsins, það að kennari megi ekki skamma eða hafa hemil á börnum sem þeir eru með alla virkadaga frá klukkan 8:30 til 16:00 er ekki í lagi, það er ástand sem skapar glundroða. Leik- og grunnskólar eru ekkert annað en uppeldisstofnanir, börn þurfa og vilja aga. Þegar horft er á þá þróun sem á sér stað þegar það kemur að málaflokki meðferðarheimila er augljóst að staðan hefur versnað, nú er einungis eftir Bjargey fyrir stúlkur og ekkert eftir fyrir drengina okkar. Árið 2004 voru átta meðferðarheimili í samstarfi við ríkið, samkvæmt Barna- og fjölskyldustofu, en nú er aðeins Stuðlar eftir fyrir drengi. Þó að langtíma meðferð eigi sér stað á Stuðlum í dag eru Stuðlar í grunninn ekkert annað en neyðarvistun. Það er sorglegt að sjá hvernig lokanir þessara heimila hafa fengið að gerast án þess að það hafi verið reynt að bæta kerfið í staðinn. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur með því að loka heimilum sem áður hjálpuðu og gáfu von til þessara ungu einstaklinga. Hversu lengi ætlar stjórnsýslan að halda áfram að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að einstaklingum með frávikshegðun? Skilaboðin eru skýr Innan stjórnsýslunnar ríkir gegndarlaust ofbeldi. Ef starfsmaður vogar að tjá sig um hvernig ástandið er á sínum vinnustað þá á hann í hættu á að missa vinnuna. Þegar Úlfar Einarsson, forstöðumaður Stuðla steig fram og sagði opinberlega hvernig ástandið á Stuðlum væri, að það væri grafalvarlegt bæði fyrir starfsfólk og börnin sem þar dvelja. Eftir þáttinn var hann sendur í leyfi sem lýsir best því ofbeldi sem viðgengst innan kerfisins. Þetta eru staðreyndir sem vekja óhug. Það er óboðlegt að blanda öllum þessum börnum saman sem eiga við misjafnar raskanir að stríða, óháð þörfum þeirra. Sum þessara barna eiga alls ekki heima í því umhverfi sem þau eru neydd til að vistast í. Ástandið verra en fyrir 2 0 árum Það er árið 2024, og samt er ástandið verra en það var fyrir 20 árum. Börn á ábyrgð ríkisins fá ekki viðeigandi meðferð, og það er skammarlegt. Þessi vanræksla kerfisins gagnvart þessu unga fólki sem er þarna í einangrun í algjöru afskiptaleysi, er skýrt dæmi um galla embættismanna kerfisins. Eins og fyrrum vistmaður, Gabríel Máni, lýsti. „Það var engin meðferð, þetta var bara geymsla, ég hef alltaf sagt að hefði ég ekki verið að fara inn á stofnanir þegar ég var krakki, þá væri ég bara dauður. Bara ekki spurning sko, AA- prógramið er það sem hjálpaði mér langmest.“ Það er ekkert annað en vanmáttur og ofbeldi að reka forstöðumanninn fyrir að benda á alvarleika málsins það væri frekar nær að líta á þetta sem verkefni sem þarf að leysa úr og gera betur. Kerfið býður eftir fangels un Eins og staðan er í dag, þá er eins og kerfið sé í raun að bíða eftir að þessir einstaklingar nái aldri svo hægt sé að setja þá í fangelsi. Það virðist ekki vera neinn metnaður né raunveruleg hugsun að hjálpa þessum hópi. Þetta lýsir kefinu í hnotskurn algjör skortur á vilja á að koma með raunveruleg úrræði, áður en þessir einstaklingar lenda í fangelsi. Það er eins og samfélagið sé að búa sig undir að læsa þau inni frekar en að bjarga þeim. Ungt fólk er verðmætasta auðlindin Við verðum að hætta að afsaka okkur með peningaleysi. Mestu verðmætin eru í unga fólkinu okkar. Ef við björgum einu barni, björgum við heillri framtíð. Það er sorglegt að sjá hvernig samfélagið hefur algjörlega brugðist þessum hópi og beint athyglinni á allt annað en okkar samverjum t.d. að málum flóttafólks, sem virðist vera meira virði fyrir kerfið en okkar eigin börn. Staðreyndir tala sínu máli Árið 2016 fékk barnavernd 461 tilkynningu um ofbeldi sem barn beitti. Í fyrra voru tilkynningarnar orðnar 1.072 – meira en tvöföldun á aðeins nokkrum árum. Með lokun hvers meðferðarheimilis hefur álagið aukist á þau heimili sem eftir standa. Það hlýtur að hafa legið í augum upp að þetta myndi gerast, en samt var ekkert gert til að bregðast við. Þessi ungu börn sem eru stundum eru kölluð olnbogabörn samfélagsins eyða stórum hluta unglingsára sinna í meðferðarkerfinu. Stuðlar reyna sitt best til að hjálpa þeim, en aðstaðan eru óboðleg. Stuðlar var ekki hannað sem langtímaúrræði, það var hannað sem neyðarvistun. Það að fjöldi þeirra meðferðarheimila sem áður voru og buðu upp á langtímameðferð hafa horfið, og það hefur bitnað mest á þeim sem þurfa á stuðningi að halda. Er ekki kominn tími til að gera betur? Þessi staða getur ekki varið áfram. Við megum ekki missa fleiri börn inn í vítahring hyldýpis. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa til að vaxa og dafna. Að ungmenni séu geymd í lélegum kjöt geymslum er ömurlegt að sjá og heyra. Að það sé engin markviss stefna sem virðist eiga sér stað varðandi meðferð barna innan kerfisins hjá Barna- og fjölskyldustofu, bara kaldar kjöt geymslur. Það er komin tími á að Barnamálaráðherra og hans fólk girði sig í brók og fari að hugsa betur um sína skjólstæðinga. Mín upplifun af þessum þætti hjá Kveik er að það sé verið að undir búa þessi ungmenni fyrir fangelsi, það sé endastöðin fyrir þau. En innan fangelsis kerfisins er líka eitt stórt vandamál, það er engin markviss stefna þegar það kemur að meðferðaráætlun, betrun eða endurhæfingu bara enn ein kjöt geymslan. Ef við horfum á stöðuna sem upp er komin á Litla-Hrauni þá er hún afrakstur, af lokun allra þessa meðferðarheimila sem skrifast á lélegt kerfi sem Barna- og fjölskyldustofa rekur, sem er algjör skömm af. Það er fullt hægt að gera það þarf bara smá metnað, fyrirhyggju og búa til verkefni sem gefa tilgang í lífi þessara ungu einstaklinga. Höfundur er fangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni Stuðla Fangelsismál Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki Ég fékk sting í hjartað þegar ég horfði á Kveik, þátt um Stuðla. Að horfa á þessa ungu einstaklinga sem eru að berjast fyrir lífi sínu í ónýtu kerfi er óboðlegt. Það er engu líkara en að kerfinu sé skítt sama um skítugu börnin hennar Evu. Því miður fengu mörg hver þessa einstakling ekki góð spil á hendi. Það er sorglegt að sjá það sé ekkert langtíma meðferðarheimili eftir sem tekur við drengjum sem eru að burðast með sínar raskanir og áföll án hjálpar. Ofbeldi í samfélaginu er á uppleið, og það má heimfæra á Mennta- og barnamálaráðuneytið. Það ríkir algjört agaleysi þegar það kemur að leik- og grunnskólum landsins, það að kennari megi ekki skamma eða hafa hemil á börnum sem þeir eru með alla virkadaga frá klukkan 8:30 til 16:00 er ekki í lagi, það er ástand sem skapar glundroða. Leik- og grunnskólar eru ekkert annað en uppeldisstofnanir, börn þurfa og vilja aga. Þegar horft er á þá þróun sem á sér stað þegar það kemur að málaflokki meðferðarheimila er augljóst að staðan hefur versnað, nú er einungis eftir Bjargey fyrir stúlkur og ekkert eftir fyrir drengina okkar. Árið 2004 voru átta meðferðarheimili í samstarfi við ríkið, samkvæmt Barna- og fjölskyldustofu, en nú er aðeins Stuðlar eftir fyrir drengi. Þó að langtíma meðferð eigi sér stað á Stuðlum í dag eru Stuðlar í grunninn ekkert annað en neyðarvistun. Það er sorglegt að sjá hvernig lokanir þessara heimila hafa fengið að gerast án þess að það hafi verið reynt að bæta kerfið í staðinn. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur með því að loka heimilum sem áður hjálpuðu og gáfu von til þessara ungu einstaklinga. Hversu lengi ætlar stjórnsýslan að halda áfram að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að einstaklingum með frávikshegðun? Skilaboðin eru skýr Innan stjórnsýslunnar ríkir gegndarlaust ofbeldi. Ef starfsmaður vogar að tjá sig um hvernig ástandið er á sínum vinnustað þá á hann í hættu á að missa vinnuna. Þegar Úlfar Einarsson, forstöðumaður Stuðla steig fram og sagði opinberlega hvernig ástandið á Stuðlum væri, að það væri grafalvarlegt bæði fyrir starfsfólk og börnin sem þar dvelja. Eftir þáttinn var hann sendur í leyfi sem lýsir best því ofbeldi sem viðgengst innan kerfisins. Þetta eru staðreyndir sem vekja óhug. Það er óboðlegt að blanda öllum þessum börnum saman sem eiga við misjafnar raskanir að stríða, óháð þörfum þeirra. Sum þessara barna eiga alls ekki heima í því umhverfi sem þau eru neydd til að vistast í. Ástandið verra en fyrir 2 0 árum Það er árið 2024, og samt er ástandið verra en það var fyrir 20 árum. Börn á ábyrgð ríkisins fá ekki viðeigandi meðferð, og það er skammarlegt. Þessi vanræksla kerfisins gagnvart þessu unga fólki sem er þarna í einangrun í algjöru afskiptaleysi, er skýrt dæmi um galla embættismanna kerfisins. Eins og fyrrum vistmaður, Gabríel Máni, lýsti. „Það var engin meðferð, þetta var bara geymsla, ég hef alltaf sagt að hefði ég ekki verið að fara inn á stofnanir þegar ég var krakki, þá væri ég bara dauður. Bara ekki spurning sko, AA- prógramið er það sem hjálpaði mér langmest.“ Það er ekkert annað en vanmáttur og ofbeldi að reka forstöðumanninn fyrir að benda á alvarleika málsins það væri frekar nær að líta á þetta sem verkefni sem þarf að leysa úr og gera betur. Kerfið býður eftir fangels un Eins og staðan er í dag, þá er eins og kerfið sé í raun að bíða eftir að þessir einstaklingar nái aldri svo hægt sé að setja þá í fangelsi. Það virðist ekki vera neinn metnaður né raunveruleg hugsun að hjálpa þessum hópi. Þetta lýsir kefinu í hnotskurn algjör skortur á vilja á að koma með raunveruleg úrræði, áður en þessir einstaklingar lenda í fangelsi. Það er eins og samfélagið sé að búa sig undir að læsa þau inni frekar en að bjarga þeim. Ungt fólk er verðmætasta auðlindin Við verðum að hætta að afsaka okkur með peningaleysi. Mestu verðmætin eru í unga fólkinu okkar. Ef við björgum einu barni, björgum við heillri framtíð. Það er sorglegt að sjá hvernig samfélagið hefur algjörlega brugðist þessum hópi og beint athyglinni á allt annað en okkar samverjum t.d. að málum flóttafólks, sem virðist vera meira virði fyrir kerfið en okkar eigin börn. Staðreyndir tala sínu máli Árið 2016 fékk barnavernd 461 tilkynningu um ofbeldi sem barn beitti. Í fyrra voru tilkynningarnar orðnar 1.072 – meira en tvöföldun á aðeins nokkrum árum. Með lokun hvers meðferðarheimilis hefur álagið aukist á þau heimili sem eftir standa. Það hlýtur að hafa legið í augum upp að þetta myndi gerast, en samt var ekkert gert til að bregðast við. Þessi ungu börn sem eru stundum eru kölluð olnbogabörn samfélagsins eyða stórum hluta unglingsára sinna í meðferðarkerfinu. Stuðlar reyna sitt best til að hjálpa þeim, en aðstaðan eru óboðleg. Stuðlar var ekki hannað sem langtímaúrræði, það var hannað sem neyðarvistun. Það að fjöldi þeirra meðferðarheimila sem áður voru og buðu upp á langtímameðferð hafa horfið, og það hefur bitnað mest á þeim sem þurfa á stuðningi að halda. Er ekki kominn tími til að gera betur? Þessi staða getur ekki varið áfram. Við megum ekki missa fleiri börn inn í vítahring hyldýpis. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa til að vaxa og dafna. Að ungmenni séu geymd í lélegum kjöt geymslum er ömurlegt að sjá og heyra. Að það sé engin markviss stefna sem virðist eiga sér stað varðandi meðferð barna innan kerfisins hjá Barna- og fjölskyldustofu, bara kaldar kjöt geymslur. Það er komin tími á að Barnamálaráðherra og hans fólk girði sig í brók og fari að hugsa betur um sína skjólstæðinga. Mín upplifun af þessum þætti hjá Kveik er að það sé verið að undir búa þessi ungmenni fyrir fangelsi, það sé endastöðin fyrir þau. En innan fangelsis kerfisins er líka eitt stórt vandamál, það er engin markviss stefna þegar það kemur að meðferðaráætlun, betrun eða endurhæfingu bara enn ein kjöt geymslan. Ef við horfum á stöðuna sem upp er komin á Litla-Hrauni þá er hún afrakstur, af lokun allra þessa meðferðarheimila sem skrifast á lélegt kerfi sem Barna- og fjölskyldustofa rekur, sem er algjör skömm af. Það er fullt hægt að gera það þarf bara smá metnað, fyrirhyggju og búa til verkefni sem gefa tilgang í lífi þessara ungu einstaklinga. Höfundur er fangi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar