Skoðun

Verjum hús­næðis­markaðinn frá frekari einka­væðingu

Arnlaugur Samúel Arnþórsson skrifar

Sem dæmi um hvernig óheftur kapítalismi hefur farið með húsnæðismarkaðinn má rýna í tölfræðina frá Hagstofu Íslands.

Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8%

Á þessum sama tíma hækkaði heildarfjöldi íbúða í eigu einstaklinga um 12.58%

Íbúðir í eigu Húsnæðissamvinnufélaga fóru upp um 9.4% í heildarfjölda.

Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda.

Íbúðir í eigu Félagasamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda.

Íbúðir í eigu Ríkisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda.

Á þessum sama tíma stendur einn liður sérstaklega út í sinni útþenslu í samanburð við þennan samdrátt, og það eru venjulegar íbúðir í eigu fyrirtækja.

Íbúðir í eigu fyrirtækja fóru upp um 105.91% í heildarfjölda á þessum 10 árum. Á meðan hafa félagslegir húsnæðiskostir dregist saman í heildina um 59.30%

Hættum að einkavæða byrjum að félagsvæða!

Ef við á vinstrinu höldum áfram að spila í vörn frekar en sókn munu fyrirtæki fá að kæfa alla félagslega húsnæðiskosti út úr markaðnum.

Til að spyrna á móti þessari gríðarlegu einkavæðingu sem hefur orðið á seinustu árum er Sósíalistaflokkur Íslands meðal annars með það í sinni stefnu:

  • Að byggðar verði 30 þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum
  • Að tryggt sé fjármagn í að félagslega rekin leigufélög verði að lágmarki 25% af húsnæðismarkaðnum eftir 20 ár.
  • Að námsmönnum í háskóla- eða framhaldsskólanámi svo sem iðn- og eða sérskólanámi og námsmönnum af landsbyggðinni verði tryggt húsnæði á nemendagörðum í gegnum félagslega rekin og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög.
  • Að lög um samvinnufélög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að stofna leigufélög og annarskonar samvinnufélög á gerlegan máta.

Og þetta er bara lítill hluti af stórri stefnu.

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×