Öflugur Kvikmyndasjóður er forsenda kvikmyndastefnunnar Hrönn Sveinsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Karna Sigurðardóttir, Hilmar Oddsson og Gagga Jónsdóttir skrifa 22. október 2024 13:31 Höfuðmarkmið Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 sem leit dagsins ljós haustið 2020 er „að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands.“ (Kvikmyndastefnan bls 7.) Þrátt yfir þetta er áætlað samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2025 að Kvikmyndasjóður verði skorinn niður um tæplega helming frá árinu 2021. Þannig verður vegið að allri íslenskri kvikmyndagerð, þ.e. kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á íslensku, sem gerast í íslenskum veruleika, eftir íslenska höfunda. Illa farið með fjárfestingar í kvikmyndagerð Með niðurskurði Kvikmyndasjóðs er fótunum kippt undan frumsköpun og þróun í íslenskri kvikmyndagerð, bæði þróun listformsins og stöðu heillar atvinnugreinar sem hefur eflst mikið á síðustu árum og krefst eðli málsins samkvæmt stöðugleika. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á síðustu árum í námi í kvikmyndagerð á Íslandi en öflugur Kvikmyndasjóður er forsenda þess að fólk sem er menntað í greininni, hvort sem er innanlands eða utan landsteina, geti hafið feril sinn í stöðugu starfsumhverfi. Verk sem hafa verið í þróun til langs tíma og eru komin á framleiðslustig, oft í samstarfi við erlenda framleiðendur með aðgang að erlendu fjármagni, koma ekki til framkvæmda ef fjármagn fæst ekki úr Kvikmyndasjóði Íslands. Verkefni sem þegar hefur verið fjárfest í og unnin eru af fagfólki. Í þessu samhengi má einnig nefna heimildarmyndir sem eru lengi í vinnslu og fjalla oft um atburði líðandi stundar og þola illa, eða ekki, að þeim sé frestað. Með sífelldum niðurskurði á Kvikmyndasjóði er samfélagið allt að tapa fjárfestingu sem hefur verið gerð með opinberu fé, fjárfestingu í mannauði, þekkingu og höfundaverkum. Endurgreiðslukerfið og Kvikmyndasjóður Í Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 er kveðið á um eflingu Kvikmyndasjóðs annars vegar og hins vegar samkeppnishæft endurgreiðslukerfi til að laða að erlend verkefni í kvikmyndagerð. Í grunninn er ekkert því til fyrirstöðu að þessir tveir þættir geti farið saman, sterkur sjóður og há endurgreiðsla. Þetta eru tvær ólíkar aðgerðir, annars vegar bein framlög til íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og hins vegar endurgreiðsla á skattlögðum kostnaði sem fellur til við kvikmyndaframleiðslu. Endurgreiðslunni er þannig ætlað að vera hvati til fjárfestingar, en ekki bein fjárútlát fyrir ríkið. Sú staða er hins vegar komin upp að stjórnvöld virðast líta á þetta sem eitt og hið sama, og freistast til þess að sækja fjármagn fyrir endurgreiðslunni með því að skera það af Kvikmyndasjóði. En á þessu tvennu er reginmunur; Kvikmyndasjóður styður við frumsköpun íslenskra kvikmyndaverka og er kjölfesta kvikmyndagerðar í landinu og samkeppnishæf endurgreiðsla getur aldrei komið í stað öflugs Kvikmyndasjóðs. Stjórn SKL hefur verulegar áhyggjur af því að þurfa í sífellu að útskýra eðlismun þessara tveggja aðgerða fyrir ráðafólki sem muni ár hvert líta á upphæðirnar sem renni í gegnum endurgreiðsluna sem nógu veglegan stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndasjóður verði þannig látinn mæta afgangi sem á endanum mun gjöreyða íslenskum kvikmyndaverkefnum. Mikilvægt er að umræða fari fram innan greinarinnar um Kvikmyndastefnuna og efndir hennar og það ójafnvægi sem hefur myndast eftir að endurgreiðslan var hækkuð í 35% og Kvikmyndasjóður helmingaður. Þörf er á áliti erlendra sérfræðinga frá samanburðarlöndum sem hafa innleitt svipað endurgreiðslukerfi til að heyra reynslu þeirra á fyrirkomulaginu. Í markmiðum laga um endurgreiðslur vegna kvikmyndaframleiðslu er kveðið á um eflingu á innlendri menningu og kynningu á sögu lands og þjóðar, og á íslenskri náttúru. Framkvæmd laga um endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðslu þarf að rýna með tilliti til þessara markmiða. Kvikmyndasjóður í samræmi við metnaðarfulla Kvikmyndastefnu Kvikmyndastefna til ársins 2030 er fyrsta heildstæða stefna íslenskra stjórnvalda á sviði kvikmyndamála. Hún var unnin í nánu samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda, í þverpólitískri sátt undir forystu mennta- og menningarmálaráðherra. Mikilvægt er að stefnan tapi ekki inntaki sínu þrátt fyrir ólgusjó ríkisfjármálanna. Samtök kvikmyndaleikstjóra gera þá kröfu á að nú verði gert samkomulag við kvikmyndahöfunda og kvikmyndagerðarfólk um framlög til kvikmyndasjóðs til að tryggja stöðugleika í greininni. Framlög sem gildi til a.m.k næstu fjögurra ára, eins og hefur tíðkast á árum áður en hafa ekki gilt frá árinu 2019. Samtök kvikmyndaleikstjóra krefjast þess einnig að staðið verði við loforð um öflugan kvikmyndasjóð eins og kvikmyndastefnan kveður á um enda er hann forsenda frumsköpunar í íslenskri kvikmyndagerð. Höfundar eru í stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Höfuðmarkmið Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 sem leit dagsins ljós haustið 2020 er „að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands.“ (Kvikmyndastefnan bls 7.) Þrátt yfir þetta er áætlað samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2025 að Kvikmyndasjóður verði skorinn niður um tæplega helming frá árinu 2021. Þannig verður vegið að allri íslenskri kvikmyndagerð, þ.e. kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á íslensku, sem gerast í íslenskum veruleika, eftir íslenska höfunda. Illa farið með fjárfestingar í kvikmyndagerð Með niðurskurði Kvikmyndasjóðs er fótunum kippt undan frumsköpun og þróun í íslenskri kvikmyndagerð, bæði þróun listformsins og stöðu heillar atvinnugreinar sem hefur eflst mikið á síðustu árum og krefst eðli málsins samkvæmt stöðugleika. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á síðustu árum í námi í kvikmyndagerð á Íslandi en öflugur Kvikmyndasjóður er forsenda þess að fólk sem er menntað í greininni, hvort sem er innanlands eða utan landsteina, geti hafið feril sinn í stöðugu starfsumhverfi. Verk sem hafa verið í þróun til langs tíma og eru komin á framleiðslustig, oft í samstarfi við erlenda framleiðendur með aðgang að erlendu fjármagni, koma ekki til framkvæmda ef fjármagn fæst ekki úr Kvikmyndasjóði Íslands. Verkefni sem þegar hefur verið fjárfest í og unnin eru af fagfólki. Í þessu samhengi má einnig nefna heimildarmyndir sem eru lengi í vinnslu og fjalla oft um atburði líðandi stundar og þola illa, eða ekki, að þeim sé frestað. Með sífelldum niðurskurði á Kvikmyndasjóði er samfélagið allt að tapa fjárfestingu sem hefur verið gerð með opinberu fé, fjárfestingu í mannauði, þekkingu og höfundaverkum. Endurgreiðslukerfið og Kvikmyndasjóður Í Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 er kveðið á um eflingu Kvikmyndasjóðs annars vegar og hins vegar samkeppnishæft endurgreiðslukerfi til að laða að erlend verkefni í kvikmyndagerð. Í grunninn er ekkert því til fyrirstöðu að þessir tveir þættir geti farið saman, sterkur sjóður og há endurgreiðsla. Þetta eru tvær ólíkar aðgerðir, annars vegar bein framlög til íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og hins vegar endurgreiðsla á skattlögðum kostnaði sem fellur til við kvikmyndaframleiðslu. Endurgreiðslunni er þannig ætlað að vera hvati til fjárfestingar, en ekki bein fjárútlát fyrir ríkið. Sú staða er hins vegar komin upp að stjórnvöld virðast líta á þetta sem eitt og hið sama, og freistast til þess að sækja fjármagn fyrir endurgreiðslunni með því að skera það af Kvikmyndasjóði. En á þessu tvennu er reginmunur; Kvikmyndasjóður styður við frumsköpun íslenskra kvikmyndaverka og er kjölfesta kvikmyndagerðar í landinu og samkeppnishæf endurgreiðsla getur aldrei komið í stað öflugs Kvikmyndasjóðs. Stjórn SKL hefur verulegar áhyggjur af því að þurfa í sífellu að útskýra eðlismun þessara tveggja aðgerða fyrir ráðafólki sem muni ár hvert líta á upphæðirnar sem renni í gegnum endurgreiðsluna sem nógu veglegan stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndasjóður verði þannig látinn mæta afgangi sem á endanum mun gjöreyða íslenskum kvikmyndaverkefnum. Mikilvægt er að umræða fari fram innan greinarinnar um Kvikmyndastefnuna og efndir hennar og það ójafnvægi sem hefur myndast eftir að endurgreiðslan var hækkuð í 35% og Kvikmyndasjóður helmingaður. Þörf er á áliti erlendra sérfræðinga frá samanburðarlöndum sem hafa innleitt svipað endurgreiðslukerfi til að heyra reynslu þeirra á fyrirkomulaginu. Í markmiðum laga um endurgreiðslur vegna kvikmyndaframleiðslu er kveðið á um eflingu á innlendri menningu og kynningu á sögu lands og þjóðar, og á íslenskri náttúru. Framkvæmd laga um endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðslu þarf að rýna með tilliti til þessara markmiða. Kvikmyndasjóður í samræmi við metnaðarfulla Kvikmyndastefnu Kvikmyndastefna til ársins 2030 er fyrsta heildstæða stefna íslenskra stjórnvalda á sviði kvikmyndamála. Hún var unnin í nánu samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda, í þverpólitískri sátt undir forystu mennta- og menningarmálaráðherra. Mikilvægt er að stefnan tapi ekki inntaki sínu þrátt fyrir ólgusjó ríkisfjármálanna. Samtök kvikmyndaleikstjóra gera þá kröfu á að nú verði gert samkomulag við kvikmyndahöfunda og kvikmyndagerðarfólk um framlög til kvikmyndasjóðs til að tryggja stöðugleika í greininni. Framlög sem gildi til a.m.k næstu fjögurra ára, eins og hefur tíðkast á árum áður en hafa ekki gilt frá árinu 2019. Samtök kvikmyndaleikstjóra krefjast þess einnig að staðið verði við loforð um öflugan kvikmyndasjóð eins og kvikmyndastefnan kveður á um enda er hann forsenda frumsköpunar í íslenskri kvikmyndagerð. Höfundar eru í stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar