Fyrsti feðgaleikurinn: „Ein besta gjöf sem ég hef fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 09:34 LeBron James setur hér upp hlíf fyrir Bronny James, son sinn, í sigrinum gegn Minnesota Timberwolves, í fyrsta leik feðga í sögu NBA-deildarinnar. Getty/Jevone Moore LeBron James og Bronny sonur hans skráðu sig í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld með því að verða fyrstu feðgarnir til að spila saman í deildinni. Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“ NBA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“
NBA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira