Náðu því hvað LeBron sagði við soninn fyrir stundina sögulegu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2024 12:48 Lebron og Bronny James í viðtali eftir leikinn sögulega í nótt. vísir/getty LeBron James og Bronny James skrifuðu NBA-söguna í nótt þegar þeir urðu fyrstu feðgarnir í sögu deildarinnar til að spila saman. Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira