Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2024 16:48 Eldurinn kom upp í vinnsluþilfari Jökuls ÞH 299. RNSA Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út. Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út.
Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira