Að geta fundið til með börnum: Heildstæð nálgun í skólakerfinu Inga Sigrún Atladóttir skrifar 24. október 2024 10:31 Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun