„Prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 19:31 Glódís Perla í leik með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Getty Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem íslenska liðið getur lært hvað mest af. Ísland heimsækir ríkjandi Ólympíumeistara Bandaríkjanna í kvöld. „Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
„Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira