Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2024 19:31 Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur verið í rekstri ríkisins eða félaga í eigu þess allt frá upphafi. Stöð 2/Sigurjón Fjögur erlend fyrirtæki keppast um að fá rekstur Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í sínar hendur og er reiknað með niðurstöðu í útboði fyrir áramót. Núverandi innviðaráðherra styður útboðið en fyrrverandi innviðaráðherra var alfarið á móti þessum áætlunum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er útboðsferli Ísavia ohf. vegna reksturs Fríhafnarinnar á Keflavíkurfluvelli á lokametrunum og miðað við að niðurstaða fáist fyrir áramót. Fjögur erlend fyrirtæki eru um hituna og ef tilboð einhvers þeirra stenst allar væntingar stjórnar Ísavia mun það fyrirtæki taka yfir rekstur Fríhafnarinnar. Ísavia ohf. er alfarið í eigu ríkisins og dótturfélagið Fríhöfnin ehf. á Keflavíkurflugvelli hefur verið rekin af ríkinu frá upphafi. Sex dögum áður en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra sleit stjórnarsamstarfinu á fréttamannafundi sunnudaginn 13. október, sagði Svandís Svavarsdóttir þáverandi innviðaráðherra að málið hefði ekkert verið rætt í ríkisstjórn. Svandís Svavarsdóttir lýsti andstöðu sinni við útboð á Fríhöfninni skömmu áður en hún lét af embætti innviðaráðherra.Vísir/Einar „Þetta er náttúrlega stórpólitískt mál sem eðli máls samkvæmt þarf að ræða á pólitískum vettvangi. Þannig að ég hyggst taka það upp við félaga mína í ríkisstjórn. Því það þarf að vera pólitískt umboð til að taka pólitískar ákvarðanir,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október. Hún væri alfarið á móti því að bjóða reksturinn út. Milljónir farþega fara um verslanir Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli á hverju ári.Vísir/Vilhelm Væntanlega hefur ekki orðið mikið úr viðræðum Svandísar við ríkisstjórnarborðið áður en Vinstri græn yfirgáfu ríkisstjórnina. Fjármálaráðherra fer með hlutabréf ríkisins í Ísavia en starfsemi félagsins heyrir hins vegar undir innviðaráðherra. Frá stjórnarslitum gegnir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins báðum embættunum og því hægt um heimatökin. Hann segir stjórn Ísavia fara með yfirumsjón málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mikilvægt að tryggja hagsmuni íslenskra vörutegunda við útboð á Fríhöfninni.Stöð 2/Bjarni „Þetta mál hefur verið eins og ég þekki það undirbúið nokkuð vel. Ég treysti því að þar sé verið að taka skynsamlegar ákvarðanir. Mín sjónarmið hafa til að mynda verið þau að mikilvægt sé að íslenskir hagsmunir séu þar tryggðir. Við séum ekki bara að sjá enn eina alþjóðlegu flughöfnina. Það sé augljóst þegar þú lendir í Keflavík að þú sért að lenda á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi hinn 8. október. Sama dag ítrekaði forsætisráðherra að málið væri alfarið í höndum stjórnar Ísavia ohf. Stjórn félagsins væri að kanna hvort borgaði sig betur að halda rekstrinum áfram eða fá samstarfsaðila til liðs við sig sem greiddi þá fyrir það til ríkisins í gegnum Ísavia. Bjarni Benediktsson segir málið snúast um hvað borgi sig betur fyrir ríkissjóð.Vísir/Vilhelm „Fyrir réttinn til að fá að reka þessa verslun. Til að selja þessar karmellur, ilmvörn og annan varning sem þarna er seldur. Og ef stjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að það sé miklu meira upp úr því að hafa fyrir hagsmuni ríkisins að láta menn keppa um að fá að borga fyrir þennan rétt, þá líst mér vel á það,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. 28. desember 2023 10:54 Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. 22. maí 2024 19:14 Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. 18. mars 2024 11:10 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er útboðsferli Ísavia ohf. vegna reksturs Fríhafnarinnar á Keflavíkurfluvelli á lokametrunum og miðað við að niðurstaða fáist fyrir áramót. Fjögur erlend fyrirtæki eru um hituna og ef tilboð einhvers þeirra stenst allar væntingar stjórnar Ísavia mun það fyrirtæki taka yfir rekstur Fríhafnarinnar. Ísavia ohf. er alfarið í eigu ríkisins og dótturfélagið Fríhöfnin ehf. á Keflavíkurflugvelli hefur verið rekin af ríkinu frá upphafi. Sex dögum áður en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra sleit stjórnarsamstarfinu á fréttamannafundi sunnudaginn 13. október, sagði Svandís Svavarsdóttir þáverandi innviðaráðherra að málið hefði ekkert verið rætt í ríkisstjórn. Svandís Svavarsdóttir lýsti andstöðu sinni við útboð á Fríhöfninni skömmu áður en hún lét af embætti innviðaráðherra.Vísir/Einar „Þetta er náttúrlega stórpólitískt mál sem eðli máls samkvæmt þarf að ræða á pólitískum vettvangi. Þannig að ég hyggst taka það upp við félaga mína í ríkisstjórn. Því það þarf að vera pólitískt umboð til að taka pólitískar ákvarðanir,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október. Hún væri alfarið á móti því að bjóða reksturinn út. Milljónir farþega fara um verslanir Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli á hverju ári.Vísir/Vilhelm Væntanlega hefur ekki orðið mikið úr viðræðum Svandísar við ríkisstjórnarborðið áður en Vinstri græn yfirgáfu ríkisstjórnina. Fjármálaráðherra fer með hlutabréf ríkisins í Ísavia en starfsemi félagsins heyrir hins vegar undir innviðaráðherra. Frá stjórnarslitum gegnir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins báðum embættunum og því hægt um heimatökin. Hann segir stjórn Ísavia fara með yfirumsjón málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mikilvægt að tryggja hagsmuni íslenskra vörutegunda við útboð á Fríhöfninni.Stöð 2/Bjarni „Þetta mál hefur verið eins og ég þekki það undirbúið nokkuð vel. Ég treysti því að þar sé verið að taka skynsamlegar ákvarðanir. Mín sjónarmið hafa til að mynda verið þau að mikilvægt sé að íslenskir hagsmunir séu þar tryggðir. Við séum ekki bara að sjá enn eina alþjóðlegu flughöfnina. Það sé augljóst þegar þú lendir í Keflavík að þú sért að lenda á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi hinn 8. október. Sama dag ítrekaði forsætisráðherra að málið væri alfarið í höndum stjórnar Ísavia ohf. Stjórn félagsins væri að kanna hvort borgaði sig betur að halda rekstrinum áfram eða fá samstarfsaðila til liðs við sig sem greiddi þá fyrir það til ríkisins í gegnum Ísavia. Bjarni Benediktsson segir málið snúast um hvað borgi sig betur fyrir ríkissjóð.Vísir/Vilhelm „Fyrir réttinn til að fá að reka þessa verslun. Til að selja þessar karmellur, ilmvörn og annan varning sem þarna er seldur. Og ef stjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að það sé miklu meira upp úr því að hafa fyrir hagsmuni ríkisins að láta menn keppa um að fá að borga fyrir þennan rétt, þá líst mér vel á það,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. 28. desember 2023 10:54 Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. 22. maí 2024 19:14 Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. 18. mars 2024 11:10 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. 28. desember 2023 10:54
Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. 22. maí 2024 19:14
Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. 18. mars 2024 11:10