Einokun að eilífu, amen Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. október 2024 14:15 Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Samkeppnismál Verslun Skagafjörður Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun