„Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2024 23:01 Benedikt Guðmundsson er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með orkustigið sem hans leikmenn komu með í leikinn gegn Grindavík í kvöld þegar Tindastóll landaði 90-93 sigri í Smáranum. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira
Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira