Að leita langt yfir skammt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. október 2024 08:02 Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Það sem vakti athygli var hin þráhyggjulega afneitun þingsins á því að á Íslandi sé greitt auðlindagjald af sjókvíaeldi. Einnig sú hugmynd að það myndi skila meiri tekjum til hins opinbera að taka upp norsku leiðina, að skattleggja hagnað. Svo er ekki. Til að útskýra þetta aðeins betur er rétt að fara yfir grunninn af gjaldtöku í sjókvíaeldi á Íslandi. Í fyrsta lagi greiða íslensku fyrirtækin auðlindagjald, sem kallað er fiskeldisgjald. Þetta gjald hefur tuttugufaldast undanfarin fjögur ár og á eftir að hækka meira áður en það nær hámarki 2026. Gjaldið rennur að tveimur þriðju hlutum til ríkisins en einn þriðji fer til sveitarfélaga í formi styrkja til uppbyggingar innviða á svæðum þar sem fiskeldi er stundað. Í öðru lagi er lagt á umhverfisgjald, sem er ætlað að greiða kostnað við rannsóknir, vöktun og önnur verkefni sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sama hætti og á við um fiskeldisgjaldið, rennur meginþorri gjaldsins í ríkissjóð en restin fer í sjálfstæðan sjóð í eigu ríkisins sem sér um að úthluta til umhverfisverkefna. Í þriðja lagi greiða íslensku fyrirtækin hafnargjöld, sem á ekki við um flestar aðrar þjóðir, a.m.k. ekki í sama mæli og tíðkast á Íslandi. Samtals skiluðu þessir liðir um 1,2 milljörðum króna til ríkis og sveitarfélaga í fyrra og áætla má að sú upphæð verði tæplega 2 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá ótaldir almennir skattar og gjöld sem fiskeldisfyrirtæki greiða líkt og öll önnur fyrirtæki, s.s. tekjuskattur, tryggingagjald, kolefnisgjald o.fl. Það er því þegar búið að greiða auðlindagjald, áður en nokkur vinnsla hefst. Ólíkt því sem á við um norska auðlindaskattinn, sem er háður því að fyrirtæki skili hagnaði, er íslenska gjaldtakan algjörlega óháð afkomu fyrirtækjanna, ástandi afurðanna og því verði sem fyrirtækin raunverulega fá á mörkuðum. Í Noregi er lagður á 25% sérstakur auðlindaskattur á fiskeldisfyrirtæki. Hann er lagður á hluta af hagnaði þegar búið er að draga frá frítekjumark sem nemur um einum milljarði króna á hvert fyrirtæki. Norsk stjórnvöld áætluðu af þeirri ástæðu einni að um 70% norskra fiskeldisfyrirtæki yrðu þar með alfarið undanþegin skattheimtu. Það segir þó ekki alla söguna. Skatturinn er aðeins lagður á þann virðisauka sem myndast þegar laxinn er í sjónum. Mögulega vita það ekki allir, en fiskeldi í sjó er aðeins hluti af framleiðslu- og sölukeðju fiskeldisfyrirtækja, sem getur m.a. falið í sér fóðurframleiðslu, seiðaeldi, áframvinnslu, sölu og flutninga. Þannig hefur verið áætlað að raunskatthlutfall auðlindaskattsins í Noregi sé um 10% af hagnaði stórra og lóðrétt samþættra fyrirtækja. Norsku fyrirtækin, sem eru minnihlutaeigendur í íslensku sjókvíaeldi, greiða þó mun hærri gjöld í heimalandi sínu heldur en á Íslandi, enda hefur sjókvíaeldi þar fengið að þróast í lengri tíma og hefur skilað hagnaði um langt skeið.Áðurnefnd Moe sagði í erindi sínu hjá ASÍ, að mikilvægt væri að skattleggja á réttum tíma. Það er ekki síður mikilvægt að gera það ekki of snemma, þegar íslensku fyrirtækin eru enn að koma undir sig fótunum og fjárfestingaþörf er veruleg. Það er sjálfsagt að ræða sjókvíaeldi á Íslandi. Það er hins vegar mikilvægt að leyfa þessari grein að vaxa og dafna, skapa mikilvæg störf og skila áfram tekjum til íslensku þjóðarinnar, eins og það hefur gert með opinberum gjöldum undanfarinn áratug. Og það er óþarfi að finna upp ný auðlindagjöld – þau eru nú þegar til staðar! Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar