Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2024 10:58 Frá talningu atkvæða í Georgíu. AP/Kostya Manenkov Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu. Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu.
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira