Loksins, Gunnar Bragi! Einar G. Harðarson skrifar 28. október 2024 06:31 Mörgum hefur eflaust þótt eitthvað um að sjá Gunnar Braga í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Hvers vegna? Jú m.a. af þeirri einföldu ástæðu að Gunnar Bragi var hluti af þeim þingmönnum sem sátu að sumbli á bar og samræður þeirra sem engir utanaðkomandi áttu að heyra voru teknar upp. Einkasamræður á milli fárra einstaklinga. Sem síðar voru birtar í fjölmiðlum, sjónvarpi og að auki fluttar óbreyttar í Borgarleikhúsinu, leikhúsi Reykvíkinga. Til hvers? Jú, til að meiða og kóróna það svo með sýningu í leikhúsi borgarbúa? Þessi aðferð er þekkt þegar koma á höggi á einhvern sem ekki er hægt að koma höggi á með öðrum hætti og hefur henni oft verið beitt. Slíkt hefur alltaf haft sömu áhrif. Tekið er upp samtal eða atvik um viðkvæm mál í leyni og þau síðan birt. Eftir því sem einstaklingurinn eða hópurinn er þekktari — því betri tíma í sjónvarpi eða pláss á forsíðum blaða fær málið. Upptaka sem sýnir háttsettan mann leggja í stæði fatlaðra eða greiða ekki í stöðumæli hefur leitt til afsagnar viðkomandi úr embætti svo ekki sé minnst á framhjáhald sem næst á mynd. Þessi aðferð er kunnugleg og augljóslega vel þekkt þeim aðilum sem að upptökunni stóðu. Flestir telja ekki leika vafa á að þessi upptaka var skipulögð og ólögleg. Það er bein og ófyrirleitin aðför að lýðræðinu. Sigmundur Davíð segist vita hver stóð að upptökunni. Kannski er best að láta það liggja því margir hafa verið meiddir í þessu máli. Í stríði gilda Genfarsamningarnir um hvernig fara skuli með stríðsfanga en njósnarar sem eru gripnir eru leiddir beint að gráa veggnum og skotnir. Þarna var óumdeilanlega um njósnir að ræða. Ef refsa á einstaklingum sem segja orð í einkasamtali og eru ekki sögð til að meiða, en meiða engu að síður þar sem þau eru tekin upp, birt og gerð opinber þar sem þau vitandi meiða ... hver ber þá sökina? Við höfum lög til að halda uppi réttlæti en sumt fólk telur sig yfir þau hafið í nafni rétttrúnaðar. Að meiða á kostnað annarra. Þetta mál kemur í raun ekki persónunni Gunnari Braga við eða annarra á umræddum bar. Þetta kemur við alla þjóðina og á hvaða vegferð hún er. Það sem hlýtur að vera verst er dómgreindarleysi Alþingismanna. Að þeir skuli hafa leyft sér að taka málið fyrir í siðanefnd Alþingis og brjóta þannig stjórnarskrá Íslands. Hér á jú að vera málfrelsi, a.m.k. í einkasamræðum! Að auki tel ég að fæstir muni hvað sagt var í þessum upptökum nema þá einstaka langræknir aðilar. Alþingi á að biðja þessa einstaklinga afsökunar og um leið Geir Haarde fyrir eingöngu að sinna starfi sínu. Hugsun Voltaire var lýst með þessi setning: „Ég er ósammála skoðun þinni en ég myndi verja með lífi mínu rétt þinn til að segja hana.“ Fólk á Íslandi sem hefur greindarvísitölu í eða yfir meðallagi sér hvernig þjóðfélagsástand hefur orðið með Woke og #MeToo stefnurnar. Réttlætið á að vera eftirsótt. Því höfum við réttarríki, lög og reglur. En slíkt er fótum troðið. Fólk sem segist ekki ætla að kjósa Miðflokkinn út af þessu máli gerir sig að hálfgerðu athlægi fyrir að vera svo sneytt skynsemi og réttlætiskennd. Enda er Miðflokkurinn viðurkenndur í dag sem stjórnmálaafl með fullan rétt og ætti ekki bara að fá fjölda atkvæða landsmanna heldur að verða leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum með forsætisráðuneytið undir sínum hatti. Kristrún Frostadóttir í Samfylkingunni hefur einnig með málflutningi sínum vakið upp spurningar með ummælum sínum um Woke-ismann. Yfirgangurinn og rétttrúnaðurinn er slíkur að maður spyr hvort í landinu búi tvær þjóðir? Það er ekki hægt að samsama sig því fólki sem finnst rétt í lýðræðisríki að svipta fólk lífsviðurværi og tilverurétti fyrir það eitt að segja nokkur orð. Höfundur er fasteignasali Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einar G. Harðarson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum hefur eflaust þótt eitthvað um að sjá Gunnar Braga í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Hvers vegna? Jú m.a. af þeirri einföldu ástæðu að Gunnar Bragi var hluti af þeim þingmönnum sem sátu að sumbli á bar og samræður þeirra sem engir utanaðkomandi áttu að heyra voru teknar upp. Einkasamræður á milli fárra einstaklinga. Sem síðar voru birtar í fjölmiðlum, sjónvarpi og að auki fluttar óbreyttar í Borgarleikhúsinu, leikhúsi Reykvíkinga. Til hvers? Jú, til að meiða og kóróna það svo með sýningu í leikhúsi borgarbúa? Þessi aðferð er þekkt þegar koma á höggi á einhvern sem ekki er hægt að koma höggi á með öðrum hætti og hefur henni oft verið beitt. Slíkt hefur alltaf haft sömu áhrif. Tekið er upp samtal eða atvik um viðkvæm mál í leyni og þau síðan birt. Eftir því sem einstaklingurinn eða hópurinn er þekktari — því betri tíma í sjónvarpi eða pláss á forsíðum blaða fær málið. Upptaka sem sýnir háttsettan mann leggja í stæði fatlaðra eða greiða ekki í stöðumæli hefur leitt til afsagnar viðkomandi úr embætti svo ekki sé minnst á framhjáhald sem næst á mynd. Þessi aðferð er kunnugleg og augljóslega vel þekkt þeim aðilum sem að upptökunni stóðu. Flestir telja ekki leika vafa á að þessi upptaka var skipulögð og ólögleg. Það er bein og ófyrirleitin aðför að lýðræðinu. Sigmundur Davíð segist vita hver stóð að upptökunni. Kannski er best að láta það liggja því margir hafa verið meiddir í þessu máli. Í stríði gilda Genfarsamningarnir um hvernig fara skuli með stríðsfanga en njósnarar sem eru gripnir eru leiddir beint að gráa veggnum og skotnir. Þarna var óumdeilanlega um njósnir að ræða. Ef refsa á einstaklingum sem segja orð í einkasamtali og eru ekki sögð til að meiða, en meiða engu að síður þar sem þau eru tekin upp, birt og gerð opinber þar sem þau vitandi meiða ... hver ber þá sökina? Við höfum lög til að halda uppi réttlæti en sumt fólk telur sig yfir þau hafið í nafni rétttrúnaðar. Að meiða á kostnað annarra. Þetta mál kemur í raun ekki persónunni Gunnari Braga við eða annarra á umræddum bar. Þetta kemur við alla þjóðina og á hvaða vegferð hún er. Það sem hlýtur að vera verst er dómgreindarleysi Alþingismanna. Að þeir skuli hafa leyft sér að taka málið fyrir í siðanefnd Alþingis og brjóta þannig stjórnarskrá Íslands. Hér á jú að vera málfrelsi, a.m.k. í einkasamræðum! Að auki tel ég að fæstir muni hvað sagt var í þessum upptökum nema þá einstaka langræknir aðilar. Alþingi á að biðja þessa einstaklinga afsökunar og um leið Geir Haarde fyrir eingöngu að sinna starfi sínu. Hugsun Voltaire var lýst með þessi setning: „Ég er ósammála skoðun þinni en ég myndi verja með lífi mínu rétt þinn til að segja hana.“ Fólk á Íslandi sem hefur greindarvísitölu í eða yfir meðallagi sér hvernig þjóðfélagsástand hefur orðið með Woke og #MeToo stefnurnar. Réttlætið á að vera eftirsótt. Því höfum við réttarríki, lög og reglur. En slíkt er fótum troðið. Fólk sem segist ekki ætla að kjósa Miðflokkinn út af þessu máli gerir sig að hálfgerðu athlægi fyrir að vera svo sneytt skynsemi og réttlætiskennd. Enda er Miðflokkurinn viðurkenndur í dag sem stjórnmálaafl með fullan rétt og ætti ekki bara að fá fjölda atkvæða landsmanna heldur að verða leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum með forsætisráðuneytið undir sínum hatti. Kristrún Frostadóttir í Samfylkingunni hefur einnig með málflutningi sínum vakið upp spurningar með ummælum sínum um Woke-ismann. Yfirgangurinn og rétttrúnaðurinn er slíkur að maður spyr hvort í landinu búi tvær þjóðir? Það er ekki hægt að samsama sig því fólki sem finnst rétt í lýðræðisríki að svipta fólk lífsviðurværi og tilverurétti fyrir það eitt að segja nokkur orð. Höfundur er fasteignasali
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar