Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 10:01 Nathalie Björn spilar með Chelsea og sænska landsliðinu. Hún var ekki alveg með allt á hreinu fyrir síðasta landsleik. Getty/Harriet Lander Sænska kvennalandsliðið í fótbolta er í góðum málum eftir fyrri umspilsleik sinn í baráttunni um sæti á EM kvenna í næsta sumar. Það voru þó óvenjuleg vandræði eins leikmanns liðsins sem voru í sviðsljósinu eftir fyrri leikinn. Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn