Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. október 2024 08:54 Vísindamennirnir segja mengunina af völdum köfnunarefnisdíoxíðs vera stórhættulega. Getty Mengun frá gashellum er sögð draga 40 þúsund Evrópubúa til dauða á hverju ári, eða tvisvar sinnum fleiri en þá sem deyja í umferðarslysum. Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári. Umhverfismál Heilsa Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári.
Umhverfismál Heilsa Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira