Krabbameinsgreining og andleg líðan Helga Jóna Ósmann Sigurðardóttir skrifar 28. október 2024 10:45 Að greinast með krabbamein getur haft margvísleg áhrif á daglegt líf þann sem greinist og hans nánustu. Krabbamein er streituvaldur sem felur í sér ýmsar breytingar m.a. á hlutverkum og almennri færni. Ýmsar tilfinningar, þekktar og óþekktar dúkka upp. Margir líkja þessu jafnvel við rússíbanareið tilfinninga. Það er á vissan hátt eðlileg viðbrögð við óvæntum aðstæðum og breytingum. Þegar manneskja upplifir að jafnvægi í daglegu lífi raskast, hefur það áhrif á líðan fólks og það leitast við að finna aftur jafnvægi. Breytingar og aðlögun Eins mörg og við erum, þá er misjafnt hvernig við tökumst á við krabbameinsgreiningu. En flestir ef ekki allir kannast við að upplifa óvissu og bið. Við umrótabreytingar, eins og það að greinast með krabbamein, er mikilvægt að við náum að aðlagast þeim breytingum. Aðlögun getur verið einhver meðvituð aðferð, hugsun eða gjörð, til að minnka streituna sem er bundinn við þær aðstæður sem krabbameinsgreindur er í. Aðlögun felur t.d. í sér að fá upplýsingar og fræðslu, eiga samskipti, breyta og sveigja, til að eiga betra með að sinna ýmsum daglegum athöfnum. Aðlögun leiðir af sér betri líðan og betra jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfar geta hjálpað eintaklingum við að takast á við þær breytingar sem hafa orðið, með því að aðstoða við að aðlaga athafnir og aðlaga umhverfið að einstaklingnum og koma á viðeigandi jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfun í Ljósinu felur í sér heildræna endurhæfingu. Unnið er í þverfaglegu teymi sem í eru sjúkraþjálfarar, markþjálfar, íþrótta-, sál- og fjölskyldufræðingar, ásamt öðrum fagaðilum. Að veita iðjunni athygli Þegar við getum ekki gert þær athafnir sem við er vön að gera vegna skertrar færni getur það ýtt undir vanlíðan. Allt sem við gerum er iðja. En við miklar breytingar eins og það að greinast með krabbamein getur það leitt til þess að einfaldar athafnir, sem við lítum oft á sem sjálfsagðan hlut reynist okkur krefjandi t.d. vegna skertra orku eða frumkvæðisskerðingu. Nefnum dæmi, eins og að fara í sturtu, tannbursta sig og klæða sig. Að læra að meta litlu hlutina við hverja athöfn getur aukið vellíðan og samkennd í eigin garð. Prófaðu næst þegar þú drekkur kaffi, að gefa bragðinu gaum í stað þess að þamba kaffið á leiðinni út. Og sjá fegurðina í haustlitunum, þegar þú dregur frá gardínurnar á morgnana - þrátt fyrir kuldan í loftinu. Að gera þetta ætti ekki að vera of yfirþyrmandi eða taka of mikla orku. Allt snýst þetta um að vera meðvitaðri um fegurðina í hversdagsleikanum og vera þakklátur fyrir litlu hlutina. Það sem getur verið hjálplegt til að auka vellíðan, er að veita því athygli sem maður getur gert í stað þess að einblína á það sem maður getur ekki gert. Gott er að spyrja sig hvað það var sem veitti mér ánægju við þá athöfn sem við erum vön að gera, en reynist hugsanlega erfið núna. Get ég mögulega fundið eitthvað annað að gera sem veitir mér svipaða ánægju, eða hvernig get ég aðlagað athöfnina að mínum þörfum í dag? Við spörum orku með því að setja okkur mörk og forgangsraða verkefnum. Að iðka þakklæti og núvitund er áhrifarík leið til að efla andlega líðan. Góð iðja er að halda þakklætisdagbók og skrá niður jákvæðu augnablikin hvers dags. Hægt er að veita því athygli og gefa því þakklæti sem maður gat gert sem skipti mann máli þann daginn. Að finna ró Iðjuþjálfar stuðla að jafnvægi í daglegu lífi, þ.e. jafnvægi á milli eigin umsjár, tómstunda, starfa og svefn/hvíldar. Í viðvarandi streituástandi þurfum við að ná ró á taugakerfið, hvíld og slökun. Gagnlegt er að gera slökunaræfingar ásamt öndunaræfingum. Einnig er gott að finna sér iðju sem skapar ró á hugann sem veitir einskonar hugleiðslu. Leiðir eins og gera eitthvað í höndunum, púsla eða einhverskonar handverk. Göngutúrar í nátturunni eða hlusta á róandi tónlist eru einnig áhrifaríkar athafnir sem draga úr streitu og auka andlega vellíðan. Skynjun eins og heyrn, sjón, lykt og bragð hefur viðtæk áhrif á daglegt líf einstalingsins. Algengt er að krabbameinsgreining og því sem henni fylgir hefur áhrif á hvernig einstaklingar bregðast við og vinna úr ýmsum skynáreitum. Krabbameinsgreindir eru þar af leiðandi viðkvæmari fyrir ýmsum áreitum og daglegar athafnir verða meira krefjandi. Í endurhæfngu í Ljósinu er ýmis iðja í boði sem eflir færni og skynúrvinnslu eins og það að vera í hóp og vinna með handverk. Sjálfsmildi Þegar einstaklingur er í bataferli þá vill það henda að hann geri of miklar kröfur á sig. Spurningar eins og: Af hverju er orkan ekki orðin meiri? Og: Af hverju er ég ekki komin á betri stað? ýta oft undir vanlíðan og um leið neikvæðar hugsanir. Þær geta leitt til sjálfsniðurrifs sem er mjög orkufrekt og tekur sinn toll. Mikilvægt er að sýna sjálfum sér mildi og samkennd. Það er eðlilegt að líkamleg færni er hugsanlega skertari en áður. Það er því afar mikilvægt að veita litlum bataferlum athygli. Sjálfsniðurrifshugsanir þurfa að víkja fyrir uppbyggilegri og jákvæðari hugsunum. Iðjuþjálfar geta aðstoðað einstaklinginn að snúa við þeim neikvæðum hugsunum í uppbyggilegri hugsanir með því að meta það sem hann hefur gert þann daginn frekar en að einblína á það sem hann náði ekki. Algengt er að einstaklingur sem hefur greinst með krabbamein leitast við að samsvara sér fyrri sjálfsmynd sinni því getur verið gagnlegt að hafa í huga og segja við sig: Ég er ekki eins og ég var. Ég er eins og er. Lokahugleiðing Eins og með okkur öll þá er ekkert okkar fullkomið og lífið hefur sína endalausu áskoranir. Að ná andlegu jafnvægi í krabbameinsferlinu er ekki auðvelt en mögulegt með góðum stuðningi og faglegri nálgun. Heildræn endurhæfing, með hópi þverfaglega fagaðila, getur aðstoðað einstaklinga að öðlast jafnvægi í daglegu lífi og byggja upp nýja sjálfsmynd. Að gefa hversdaglegum athöfnum meiri gaum með sjálfsmildi og sjá fegurðina í þeim getur stuðlað að meiri hamingju og vellíðan. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Geðheilbrigði Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein getur haft margvísleg áhrif á daglegt líf þann sem greinist og hans nánustu. Krabbamein er streituvaldur sem felur í sér ýmsar breytingar m.a. á hlutverkum og almennri færni. Ýmsar tilfinningar, þekktar og óþekktar dúkka upp. Margir líkja þessu jafnvel við rússíbanareið tilfinninga. Það er á vissan hátt eðlileg viðbrögð við óvæntum aðstæðum og breytingum. Þegar manneskja upplifir að jafnvægi í daglegu lífi raskast, hefur það áhrif á líðan fólks og það leitast við að finna aftur jafnvægi. Breytingar og aðlögun Eins mörg og við erum, þá er misjafnt hvernig við tökumst á við krabbameinsgreiningu. En flestir ef ekki allir kannast við að upplifa óvissu og bið. Við umrótabreytingar, eins og það að greinast með krabbamein, er mikilvægt að við náum að aðlagast þeim breytingum. Aðlögun getur verið einhver meðvituð aðferð, hugsun eða gjörð, til að minnka streituna sem er bundinn við þær aðstæður sem krabbameinsgreindur er í. Aðlögun felur t.d. í sér að fá upplýsingar og fræðslu, eiga samskipti, breyta og sveigja, til að eiga betra með að sinna ýmsum daglegum athöfnum. Aðlögun leiðir af sér betri líðan og betra jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfar geta hjálpað eintaklingum við að takast á við þær breytingar sem hafa orðið, með því að aðstoða við að aðlaga athafnir og aðlaga umhverfið að einstaklingnum og koma á viðeigandi jafnvægi í daglegu lífi. Iðjuþjálfun í Ljósinu felur í sér heildræna endurhæfingu. Unnið er í þverfaglegu teymi sem í eru sjúkraþjálfarar, markþjálfar, íþrótta-, sál- og fjölskyldufræðingar, ásamt öðrum fagaðilum. Að veita iðjunni athygli Þegar við getum ekki gert þær athafnir sem við er vön að gera vegna skertrar færni getur það ýtt undir vanlíðan. Allt sem við gerum er iðja. En við miklar breytingar eins og það að greinast með krabbamein getur það leitt til þess að einfaldar athafnir, sem við lítum oft á sem sjálfsagðan hlut reynist okkur krefjandi t.d. vegna skertra orku eða frumkvæðisskerðingu. Nefnum dæmi, eins og að fara í sturtu, tannbursta sig og klæða sig. Að læra að meta litlu hlutina við hverja athöfn getur aukið vellíðan og samkennd í eigin garð. Prófaðu næst þegar þú drekkur kaffi, að gefa bragðinu gaum í stað þess að þamba kaffið á leiðinni út. Og sjá fegurðina í haustlitunum, þegar þú dregur frá gardínurnar á morgnana - þrátt fyrir kuldan í loftinu. Að gera þetta ætti ekki að vera of yfirþyrmandi eða taka of mikla orku. Allt snýst þetta um að vera meðvitaðri um fegurðina í hversdagsleikanum og vera þakklátur fyrir litlu hlutina. Það sem getur verið hjálplegt til að auka vellíðan, er að veita því athygli sem maður getur gert í stað þess að einblína á það sem maður getur ekki gert. Gott er að spyrja sig hvað það var sem veitti mér ánægju við þá athöfn sem við erum vön að gera, en reynist hugsanlega erfið núna. Get ég mögulega fundið eitthvað annað að gera sem veitir mér svipaða ánægju, eða hvernig get ég aðlagað athöfnina að mínum þörfum í dag? Við spörum orku með því að setja okkur mörk og forgangsraða verkefnum. Að iðka þakklæti og núvitund er áhrifarík leið til að efla andlega líðan. Góð iðja er að halda þakklætisdagbók og skrá niður jákvæðu augnablikin hvers dags. Hægt er að veita því athygli og gefa því þakklæti sem maður gat gert sem skipti mann máli þann daginn. Að finna ró Iðjuþjálfar stuðla að jafnvægi í daglegu lífi, þ.e. jafnvægi á milli eigin umsjár, tómstunda, starfa og svefn/hvíldar. Í viðvarandi streituástandi þurfum við að ná ró á taugakerfið, hvíld og slökun. Gagnlegt er að gera slökunaræfingar ásamt öndunaræfingum. Einnig er gott að finna sér iðju sem skapar ró á hugann sem veitir einskonar hugleiðslu. Leiðir eins og gera eitthvað í höndunum, púsla eða einhverskonar handverk. Göngutúrar í nátturunni eða hlusta á róandi tónlist eru einnig áhrifaríkar athafnir sem draga úr streitu og auka andlega vellíðan. Skynjun eins og heyrn, sjón, lykt og bragð hefur viðtæk áhrif á daglegt líf einstalingsins. Algengt er að krabbameinsgreining og því sem henni fylgir hefur áhrif á hvernig einstaklingar bregðast við og vinna úr ýmsum skynáreitum. Krabbameinsgreindir eru þar af leiðandi viðkvæmari fyrir ýmsum áreitum og daglegar athafnir verða meira krefjandi. Í endurhæfngu í Ljósinu er ýmis iðja í boði sem eflir færni og skynúrvinnslu eins og það að vera í hóp og vinna með handverk. Sjálfsmildi Þegar einstaklingur er í bataferli þá vill það henda að hann geri of miklar kröfur á sig. Spurningar eins og: Af hverju er orkan ekki orðin meiri? Og: Af hverju er ég ekki komin á betri stað? ýta oft undir vanlíðan og um leið neikvæðar hugsanir. Þær geta leitt til sjálfsniðurrifs sem er mjög orkufrekt og tekur sinn toll. Mikilvægt er að sýna sjálfum sér mildi og samkennd. Það er eðlilegt að líkamleg færni er hugsanlega skertari en áður. Það er því afar mikilvægt að veita litlum bataferlum athygli. Sjálfsniðurrifshugsanir þurfa að víkja fyrir uppbyggilegri og jákvæðari hugsunum. Iðjuþjálfar geta aðstoðað einstaklinginn að snúa við þeim neikvæðum hugsunum í uppbyggilegri hugsanir með því að meta það sem hann hefur gert þann daginn frekar en að einblína á það sem hann náði ekki. Algengt er að einstaklingur sem hefur greinst með krabbamein leitast við að samsvara sér fyrri sjálfsmynd sinni því getur verið gagnlegt að hafa í huga og segja við sig: Ég er ekki eins og ég var. Ég er eins og er. Lokahugleiðing Eins og með okkur öll þá er ekkert okkar fullkomið og lífið hefur sína endalausu áskoranir. Að ná andlegu jafnvægi í krabbameinsferlinu er ekki auðvelt en mögulegt með góðum stuðningi og faglegri nálgun. Heildræn endurhæfing, með hópi þverfaglega fagaðila, getur aðstoðað einstaklinga að öðlast jafnvægi í daglegu lífi og byggja upp nýja sjálfsmynd. Að gefa hversdaglegum athöfnum meiri gaum með sjálfsmildi og sjá fegurðina í þeim getur stuðlað að meiri hamingju og vellíðan. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun