Kennarar óskast Helga Charlotta Reynisdóttir skrifar 28. október 2024 17:01 Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun