Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifa 29. október 2024 07:01 Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Steinunn Þórðardóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins. Þegar þetta er skrifað eru liðnir tæpir átta mánuðir frá því að skrifað var undir langtímasamninga á almennum markaði við nokkur stærstu stéttarfélög landsins. Í framhaldi af þeim samningum hefur stefna viðsemjenda okkar félaga verið afdráttarlaus; það sem um var samið í byrjun mars er það sem er í boði fyrir aðra, ekkert meira. Fyrir félög háskólamenntaðra þýðir það aðeins eitt; áframhaldandi kjararýrnun. Tölurnar tala sínu máli og þær eru sláandi. Frá aldamótum til ársins 2022 jókst kaupmáttur meðal-ráðstöfunartekna þeirra sem eru með grunnmenntun um 35% en engin kaupmáttaraukning, og í raun 1% samdráttur, varð á sama tímabili hjá fólki með meistaragráðu. Skammarleg staðreynd Enn og aftur sjáum við okkur knúnar til að minna á hver staða háskólamenntaðra er hér á landi. Launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra er einn sá minnsti í Evrópu. Við það geta háskólamenntaðar stéttir ekki unað öllu lengur. Fjárhagslegur hvati til að leggja á sig langt sérfræðinám með tilheyrandi skuldsetningu og seinkun á lífsframvindu og atvinnuþátttöku er orðinn svo lítill að allt samfélagið líður fyrir það. Nægir að nefna viðvarandi skort á háskólamenntuðu fólki í starfsstéttir á vettvangi heilbrigðis-, velferðar- og menntamála auk víðtæks skorts á tæknimenntuðum sérfræðingum í mörgum atvinnugreinum. Hver munu þora? Að okkar mati blasir það við að molnað hefur undan grundvallarstoðum samfélagsins vegna tregðu launagreiðenda við að meta sérfræðiþekkingu til launa. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig okkar litla, en ríka þjóð, hefur ratað í þær ógöngur sem nú blasa við. Það þarf kjark og ábyrgðarkennd ráðamanna og forsvarsmanna atvinnulífsins til að horfast í augu við þessar staðreyndir og viðurkenna á hversu varhugaverðri leið við erum. Við veltum því fyrir okkur hvort ætlunin sé að takast á við þær áskoranir sem við blasa eða hvort stefnan sé að hundsa þá afleitu stöðu sem háskólamenntað fólk er í? 30 þúsund atkvæði Við, sem erum í forsvari fyrir um þrjátíu þúsund háskólamenntaða einstaklinga í 27 stéttarfélögum, hvetjum þau sem nú gefa kost á sér til að leiða stjórn landsmálanna til að hugleiða það sem okkar stéttir hafa fram að færa til samfélagsins. Í aðdraganda Alþingiskosninga tökum við saman höndum og óskum eftir heiðarlegu samtali við þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þings. Hvaða stjórnmálaflokkar treysta sér til að sýna þann kjark og ábyrgðartilfinningu, og ekki síst metnað, sem þörf er á til að leiðrétta kjör háskólamenntaðra stétta á kjörtímabilinu sem í hönd fer? Þeim skilaboðum munum við koma áleiðis til félagsfólks okkar og hvetja það til að mæta í kjörklefann með svör flokkanna og frambjóðenda í huga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM-Bandalags háskólamanna. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun