Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar 29. október 2024 11:32 Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Fíkn Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál. Í raun snýst það um siðferðilega spurningu: hvernig berum við aukin þægindi meirihlutans saman við þjáningu og jafnvel dauða annarra? Þau sem rannsakað hafa áhrif aukins aðgengis að áfengi eru flestöll sammála um það að aukið aðgengi leiði almennt til aukinnar neyslu og hafi neikvæð áhrif félagslega og á lýðheilsu. Fleiri deyi úr krabbameini vegna áfengisneyslu, fleiri ofbeldisverk verði framin í ölæði, fleiri börn verði fyrir skaða vegna drykkju foreldra og annarra nákominna, og svo framvegis. Af þeim sökum er takmörkun á aðgengi ein af þremur aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir helst með til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu. Hinar tvær eru að hækka skatta á áfengi og að banna eða takmarka áfengisauglýsingar. Stinga höfðinu í sandinn Eins og kannski við er að búast velja mörg þau sem sjá fjárhagslegan ávinning í auknu aðgengi að áfengi að líta fram hjá þessum rannsóknum. Og auðvitað er oft hægt að finna einstaka rannsókn sem gengur þvert á það sem aðrar niðurstöður benda til. Fyrir þau sem hafa hag af því að sá efasemdum um niðurstöður lýðheilsuvísinda er auðvitað freistandi að einblína á slík frávik. Lengi vel notuðust olíu- og tóbaksframleiðendur við slíka taktík, sem þekkt er. Hins vegar væri mun virðingarverðara ef þau sem vilja aukið aðgengi að áfengi – t.d. með því að sala verði leyfð á netinu og í matvöruverslunum – viðurkenndu þann fórnarkostnað sem þau eru þar með að samþykkja. Fyrir marga hefur aukið aðgengi í för með sér talsverð þægindi; til dæmis þarf þá ekki lengur að fara yfir í næstu Vínbúð, þegar hún opin, til að kaupa vín með matnum. Kostnaðurinn við þessi þægindi er hins vegar þjáning, heilsubrestur, og jafnvel dauði annarra. Ásættanlegur fórnarkostnaður? Í sumum tilfellum samþykkjum við að aukin þægindi meirihlutans fái að kosta þjáningu og andlát annarra. Þegar ég ók yfir Hellisheiði um helgina var ég minntur á að þrettán hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. Mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhver þessara dauðsfalla með 70 km hámarkshraða og fleiri hraðamyndavélum. En það er ekki víst að við værum tilbúin til að sætta okkur við slíkar takmarkanir, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir að þær myndu bjarga einhverjum mannslífum. Að keyra hringinn á 70 km hámarkshraða væri kannski of leiðinlegt og þreytandi fyrir flesta. Að sama skapi má færa rök fyrir því að einhver þjáning og heilsubrestur sé ásættanlegur fórnarkostnaður þess að meirihlutinn geti keypt sér áfengi í næstu matvöruverslun og á netinu. En þeir sem berjast fyrir auknu aðgengi að áfengi þurfa að geta varið þann fórnarkostnað sem því fylgir, og að geta staðið við þá siðferðilegu afstöðu að þægindi meirihlutans réttlæti í þessu tilfelli þjáningu og heilsubrest annarra. Að einfaldlega hunsa nánast einróma niðurstöður þeirra sem rannsakað hafa málið er hins vegar ekki boðlegt í opinberri umræðu. Verður ný ríkisstjórn með áfengisstefnu? Núverandi staða í áfengissölu á Íslandi, þar sem sumir komast upp með að brjóta lög og reglur án þess að hljóta nokkra refsingu, er til þess fallin að grafa undan samfélagssáttmálanum og trausti almennings til laga og ríkisvalds. Það er því óskandi að ný ríkisstjórn sem að líkindum tekur til starfa eftir nokkrar vikur verði með skýra stefnu um áfengissölu og vinni að því að allir spili eftir sömu reglum í þeim efnum. Mögulega verður sú ríkisstjórn hlynnt frekara frjálsræði í áfengissölu. En vonandi verða ráðamenn hennar þá líka tilbúnir til að verja opinberlega þá þjáningu og þann heilsubrest sem gera má ráð fyrir að því fylgir. Höfundur er prófessor í hagnýtri heimspeki við Stokkhólmsháskóla.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun