Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir og Helga Þórey Júlíudóttir skrifa 29. október 2024 13:00 Sérkennarar gegna lykilhlutverki í menntakerfinu þar sem hlutverk þeirra er að veita börnum og unglingum með ólíkar þarfir einstaklingsbundinn og markvissan stuðning með það að markmiði að tryggja farsæld og jafnrétti til náms. Hlutverk sérkennarans er ekki lengur aðeins bundið við sérkennslu heldur hefur það þróast til að styðja almennt skólastarf í gegnum samstarf við kennara, skólastjórnendur og aðra fagaðila í teymisvinnu. Í nýju farsældarlögunum er áhersla lögð á heildræna og einstaklingsmiðaða nálgun á velferð barna þar sem lögin beina sjónum að því að efla skólasamfélög til að mæta öllum börnum með virkum stuðningi. Þessi breytta nálgun samræmist einmitt markmiðum farsældarlaganna um heildrænt skólasamfélag og stuðlar að því að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og þátttöku og fái tækifæri til að þroskast og læra í samfélagi við aðra. Sérkennarar hafa fagmenntað sig sérstaklega til þess að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda og aðlagað námsumhverfið að einstaklingunum þannig að það skapist menning sem ýtir undir að styrkleikar allra fái að njóta sín. Mikil breyting hefur orðið á starfsumhverfinu þar sem sérkennarar vinna nú statt og stöðugt að því að styrkja námsumhverfið fyrir alla nemendur í gegnum teymisvinnu. Menntunin veitir þeim bæði djúpa þekkingu á námsörðugleikum og víðtæka færni í aðferðum sem auðvelda nemendum bæði nám og félagslega þátttöku. Með því að veita ráðgjöf og stuðning í teymum eru sérkennarar leiðandi stoð fyrir skólana og með því að mæta þörfum nemenda og kennara er tryggt að börn og ungmenni fái snemmtæka íhlutun sem þau þurfa á réttum tíma og á þeim vettvangi sem þeim hentar best. Fagþekking sérkennara þegar kemur að snemmtækum stuðningi er veigamikill þáttur í allri heildrænni nálgun á aðlögun á námsumhverfi. Snemmtækur stuðningur dregur úr þörf fyrir aðgreind úrræði og eykur líkur á farsælli skólagöngu fyrir fjölbreyttan hópa nemenda. Þar er hlutverk sérkennarans að grípa inn í og styðja þá nemendur sem sýna merki um náms- eða félagslega erfiðleika. Slíkt fyrirkomulag ýtir undir inngildingu, þar sem markmiðið er að veita stuðning um leið og hans er þörf. Sérkennarar þurfa að vera fjölhæfir, hafa til að bera útsjónarsemi, þekkja birtingarmyndir sértækra námsörðugleika án þess að sérhæfa sig um of á þröngum sviðum því innan fagþekkingu þeirra þurfa að rúmast auðlindir allra nemenda og heildrænt fjölbreytt námsmat. Nám til skilnings er kennsluháttur sem miðar að því að kennarar hafi skýra innsýn á markmiðum þess náms sem er til grundvallar og hvernig þeir meta skilning nemenda á náminu. Þessi aðferð er markviss og byggir á því að tryggja að nemendur öðlist eins djúpan skilning á námsefninu og frekast er unnt. Að framansögðu er ljóst að sérkennarar gegna lykilhlutverki við að byggja upp skólasamfélag sem tekur tillit til fjölbreyttra þarfa barna. Með nýju lögunum er ábyrgð þeirra aukin og hlutverk þeirra ennþá stærra en áður var þar sem teymisvinna og heildrænni nálgun er á farsæld allra nemenda í íslensku skólakerfi. Félag sérkennara á Íslandi sem hefur lagt mikið af mörkum til þróunar á faglegu skólastarfi fagnar 54 ára afmæli sínu í dag 29. október, félagið undirstrikar mikilvægi sérkennara sem lykilfagaðila í farsæld barna og unglinga. Samkennd, samlíðan og að skapa tengsl og skilning milli ólíkra hópa hefur orðið enn stærra verkefni en áður, eftir að stefna um skóla án aðgreiningar (inngildandi skólastarf) var innleidd (Eva Harðardóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2024) og því hærra hlutfall af starfi kennarans ósýnilegt en áður. Fyrir kennara eru nemendur svo sannarlega strákarnir, stelpurnar og stálpin okkar allra og ánægjan yfir hverjum nemenda sem blómstar í námi er sætur og gefandi sigur. Það væri óskandi að samfélagið sameinist um að menntun sé grunnstoð og standi með öllum kennurum sem búa yfir margbreytilegri sérfræðikunnáttu til að efla nemendur til árangurs. Stærsti sigurinn er fólginn í liðsheildinni sem felst í menntun fyrir alla með öflugum kennurum sem standa svo sannarlega með nemendum sínum og fylgja þeim alla leið að sigri mannsandans. Sædís Ósk Harðardóttir er formaður Félags sérkennara á Íslandi og Helga Þórey Júlíudóttir er stjórnarkona Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sérkennarar gegna lykilhlutverki í menntakerfinu þar sem hlutverk þeirra er að veita börnum og unglingum með ólíkar þarfir einstaklingsbundinn og markvissan stuðning með það að markmiði að tryggja farsæld og jafnrétti til náms. Hlutverk sérkennarans er ekki lengur aðeins bundið við sérkennslu heldur hefur það þróast til að styðja almennt skólastarf í gegnum samstarf við kennara, skólastjórnendur og aðra fagaðila í teymisvinnu. Í nýju farsældarlögunum er áhersla lögð á heildræna og einstaklingsmiðaða nálgun á velferð barna þar sem lögin beina sjónum að því að efla skólasamfélög til að mæta öllum börnum með virkum stuðningi. Þessi breytta nálgun samræmist einmitt markmiðum farsældarlaganna um heildrænt skólasamfélag og stuðlar að því að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og þátttöku og fái tækifæri til að þroskast og læra í samfélagi við aðra. Sérkennarar hafa fagmenntað sig sérstaklega til þess að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda og aðlagað námsumhverfið að einstaklingunum þannig að það skapist menning sem ýtir undir að styrkleikar allra fái að njóta sín. Mikil breyting hefur orðið á starfsumhverfinu þar sem sérkennarar vinna nú statt og stöðugt að því að styrkja námsumhverfið fyrir alla nemendur í gegnum teymisvinnu. Menntunin veitir þeim bæði djúpa þekkingu á námsörðugleikum og víðtæka færni í aðferðum sem auðvelda nemendum bæði nám og félagslega þátttöku. Með því að veita ráðgjöf og stuðning í teymum eru sérkennarar leiðandi stoð fyrir skólana og með því að mæta þörfum nemenda og kennara er tryggt að börn og ungmenni fái snemmtæka íhlutun sem þau þurfa á réttum tíma og á þeim vettvangi sem þeim hentar best. Fagþekking sérkennara þegar kemur að snemmtækum stuðningi er veigamikill þáttur í allri heildrænni nálgun á aðlögun á námsumhverfi. Snemmtækur stuðningur dregur úr þörf fyrir aðgreind úrræði og eykur líkur á farsælli skólagöngu fyrir fjölbreyttan hópa nemenda. Þar er hlutverk sérkennarans að grípa inn í og styðja þá nemendur sem sýna merki um náms- eða félagslega erfiðleika. Slíkt fyrirkomulag ýtir undir inngildingu, þar sem markmiðið er að veita stuðning um leið og hans er þörf. Sérkennarar þurfa að vera fjölhæfir, hafa til að bera útsjónarsemi, þekkja birtingarmyndir sértækra námsörðugleika án þess að sérhæfa sig um of á þröngum sviðum því innan fagþekkingu þeirra þurfa að rúmast auðlindir allra nemenda og heildrænt fjölbreytt námsmat. Nám til skilnings er kennsluháttur sem miðar að því að kennarar hafi skýra innsýn á markmiðum þess náms sem er til grundvallar og hvernig þeir meta skilning nemenda á náminu. Þessi aðferð er markviss og byggir á því að tryggja að nemendur öðlist eins djúpan skilning á námsefninu og frekast er unnt. Að framansögðu er ljóst að sérkennarar gegna lykilhlutverki við að byggja upp skólasamfélag sem tekur tillit til fjölbreyttra þarfa barna. Með nýju lögunum er ábyrgð þeirra aukin og hlutverk þeirra ennþá stærra en áður var þar sem teymisvinna og heildrænni nálgun er á farsæld allra nemenda í íslensku skólakerfi. Félag sérkennara á Íslandi sem hefur lagt mikið af mörkum til þróunar á faglegu skólastarfi fagnar 54 ára afmæli sínu í dag 29. október, félagið undirstrikar mikilvægi sérkennara sem lykilfagaðila í farsæld barna og unglinga. Samkennd, samlíðan og að skapa tengsl og skilning milli ólíkra hópa hefur orðið enn stærra verkefni en áður, eftir að stefna um skóla án aðgreiningar (inngildandi skólastarf) var innleidd (Eva Harðardóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2024) og því hærra hlutfall af starfi kennarans ósýnilegt en áður. Fyrir kennara eru nemendur svo sannarlega strákarnir, stelpurnar og stálpin okkar allra og ánægjan yfir hverjum nemenda sem blómstar í námi er sætur og gefandi sigur. Það væri óskandi að samfélagið sameinist um að menntun sé grunnstoð og standi með öllum kennurum sem búa yfir margbreytilegri sérfræðikunnáttu til að efla nemendur til árangurs. Stærsti sigurinn er fólginn í liðsheildinni sem felst í menntun fyrir alla með öflugum kennurum sem standa svo sannarlega með nemendum sínum og fylgja þeim alla leið að sigri mannsandans. Sædís Ósk Harðardóttir er formaður Félags sérkennara á Íslandi og Helga Þórey Júlíudóttir er stjórnarkona Félags sérkennara á Íslandi.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar