Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 15:01 Það hefur verið þétt setið í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins, en sakborningarnir eru á annan tug, og hver þeirra þarf lögmann. Vísir/Vilhelm Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira