Beðin um að tilkynna líkfundi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. október 2024 11:42 Petra Ósk Steinarsdóttir, dýralæknanemi sem býr í grennd við Valensía-borg. Aðsend Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“ Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“
Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira